Fórnarlömb hinna viljugu

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/11/2004

10. 11. 2004

Ég hvet Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og aðra þá sem bera ábyrgð á því að Íslendingar studdu stríðið í Írak til að kíkja á áður óbirtar myndir af þeim hörmungum sem almenningur í Írak hefur þurft að þola síðan stríðið hófst. Stríð er helvíti og menn ættu aldrei að styðja árásarstríð nema það sé algerlega […]

Ég hvet Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og aðra þá sem bera ábyrgð á því að Íslendingar studdu stríðið í Írak til að kíkja á áður óbirtar myndir af þeim hörmungum sem almenningur í Írak hefur þurft að þola síðan stríðið hófst. Stríð er helvíti og menn ættu aldrei að styðja árásarstríð nema það sé algerlega nauðsynlegt. Fyrir stuttu var áætlað að um 20 þúsund manns hefðu látist vegna átakanna í Írak, það eru um fjögur þúsund fleiri en búa í öllum Akureyrabæ. Nú er talið að fórnarlömb stríðsins séu um 100 þúsund, en það er álíka mikill fjöldi og býr í allri Reykjavík, fjölmennasta byggðarlagi á Íslandi.

Ráðamenn, og aðrir þeir sem taka ákvarðanir um þátttöku Íslendinga í stríðsrekstri, virðast ekki geta gert sér grein fyrir að fórnarlömbin eru venjulegt fólk. Menn, konur og varnarlaus börn sem hafa ekkert gert af sér annað en það að fæðast í röngu landi. Hvenær ætla íslenskir ráðamenn að biðjast afsökunar og draga Ísland úr hópi hina viljugu þjóða? Eins og vitað var fyrir átökin, og staðfest síðar, þá voru engin gereyðingavopn í Írak og heimsbyggðinni stafaði engin yfirvofandi hætta af Saddam Hussein. Það var ekkert sem réttlætti innrás inn í Írak. Ekkert sem réttlætti dauða þúsunda saklausra Íraka.

Íslensk peningaveski og írösk líf
Íslenskir ráðamenn hneykslast réttilega yfir því að íslenskir olíufurstar hafa svikið milljónir króna af íslenskum almenningi. Hvenær ætla hinir sömu að bregðast við því að bandarískir olíufurstar hafa valdið örkuml og dauða þúsunda saklausra manna, kvenna og barna í Írak? Eru íslensk peningaveski kannski mikilvægari en írösk líf?

Sjá myndir:
http://www.robert-fisk.com/iraqwarvictims_mar2003.htm

Deildu