Rush Limbaugh is a Big, Fat Idiot

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

17/04/2008

17. 4. 2008

Eftir: Al Franken Umfjöllun: Rush Limbaugh is a Big, Fat Idiot er einhver fyndnasta bók sem ég hef lesið um ævina. Í henni tekur Al Franken, vinstrisinnaður Demókrati sem er einna þekktastur fyrir að hafa verið hluti af Saturday Night Live genginu um tíma, bandaríska hægrimenn fyrir og gerir stanslaust grín að þeim. Meðal þeirra […]

Eftir: Al Franken

Umfjöllun:

Rush Limbaugh is a Big, Fat Idiot er einhver fyndnasta bók sem ég hef lesið um ævina. Í henni tekur Al Franken, vinstrisinnaður Demókrati sem er einna þekktastur fyrir að hafa verið hluti af Saturday Night Live genginu um tíma, bandaríska hægrimenn fyrir og gerir stanslaust grín að þeim. Meðal þeirra sem fá að finna fyrir eitruðum penna hans eru þingmenn, fjölmiðlamenn og forystumenn hagsmunahópa eins og Christian Coalition. Það er fátt sem Franken finnur þeim ekki til vansa og enn þá færra sem honum tekst ekki að gera grín að, enda Franken með fyndnari mönnum sem ég man eftir í augnablikinu.

Helsta “söguhetja” bókarinnar er útvarpsmaðurinn (og fyrrum sjónvarpsmaðurinn) Rush Limbaugh, stór maður og hrokafullur sem lætur móðan mása í útvarpsþáttum og hefur að sögn furðu mikil áhrif á furðu margt fólk sem hlustar á þættina hans. Þó fer fjarri að hann sé eina “söguhetjan” og eins og áður segir er mikill fjöldi frægra bandarískra hægrimanna tekinn fyrir og hæddur. Það er kostur að þekkja nokkuð vel til bandarískra stjórnmálamanna en þeir sem fylgjast með fréttum ættu að kannast við það sem um er rætt.

Þrátt fyrir að Rush Limbaugh is a Big, Fat Idiot sé skrifuð á gamansaman hátt fer fjarri að hún sé ómerkileg, enda tekst Franken á við ýmis vandamál sem Bandaríkjamenn standa frammi fyrir.

Niðurstaðan eftir lestur bókarinnar er að það er vandfundin fyndnari bók.


Deildu