Pale Blue Dot

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

03/09/2008

3. 9. 2008

Pale Blue Dot Eftir: Carl Sagan Umfjöllun: Þeir sem heillast af umfjöllun Carl Sagan um alheiminn í Cosmos verða líka að lesa Pale Blue Dot, sem er óbeint framhald af Cosmos. Í Pale Blue Dot heldur hann áfram að fjalla um fegurð og stórfengleika heimsins, í þetta sinn með hjálp hundruð litmynda. Titill bókarinnar Pale […]

Pale_Blue_Dot

Pale Blue Dot

Eftir: Carl Sagan

Umfjöllun:
Þeir sem heillast af umfjöllun Carl Sagan um alheiminn í Cosmos verða líka að lesa Pale Blue Dot, sem er óbeint framhald af Cosmos. Í Pale Blue Dot heldur hann áfram að fjalla um fegurð og stórfengleika heimsins, í þetta sinn með hjálp hundruð litmynda.

Titill bókarinnar Pale Blue Dot vísar til þess hvernig Jörðin, heimili okkar og eini staðurinn sem vitað er um að vitsmunalíf þrífst, lítur út ef við erum stödd við jaðar okkar eigin sólkerfis. Jörðin sést varla, er daufur og ómerkilegur ljósblár punktur í hafsjó stjarna og stjörnuþoka. Ef við værum ferðalangar frá öðrum stjörnum myndum við líklegast ekki taka eftir Jörðinni. Því ættum við að gera það?

Sagan heldur áfram á heimspekilegum nótum. Fjallar um hugsanlega framtíð mannkyns í geimnum. Hvort við munum ná að ferðast til fjarlægra stjarna og kynnast vitsmunalífi frá öðrum hnöttum eða hvort okkur muni takast að eyða okkur, einfaldlega vegna þess að okkur hefur ekki tekist að rækta það vitsmunalíf sem fyrirfinnst á okkar eigin plánetu.

Deildu