Alkasamfélagið

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

28/08/2009

28. 8. 2009

Fyrir nokkrum dögum las ég bókina Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson. Þetta er hressandi og bráðskemmtileg bók þar sem Orri gagnrýnir harðlega hugmyndafræði og áfengismeðferð AA-samtakanna. Meðferð sem hann gekkst undir sjálfur árum saman. Orri er oft ansi óvæginn í gagnrýni sinni. Þannig gengur hann svo langt að kalla AA-samtökin trúarkölt sem berjist gegn allri skynsemi […]

alkasamfelagidFyrir nokkrum dögum las ég bókina Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson. Þetta er hressandi og bráðskemmtileg bók þar sem Orri gagnrýnir harðlega hugmyndafræði og áfengismeðferð AA-samtakanna. Meðferð sem hann gekkst undir sjálfur árum saman. Orri er oft ansi óvæginn í gagnrýni sinni. Þannig gengur hann svo langt að kalla AA-samtökin trúarkölt sem berjist gegn allri skynsemi þegar kemur að áfengismeðferð. Orri fjallar um bókstafstrúarlegan uppruna AA og vægast sagt skuggalega fortíð stofnenda samtakanna. Hann bendir réttilega á að þátttaka í AA sé EKKI besta leiðin til að verða edrú og hvað þá sú eina (eins og margoft hefur verið haldið fram).

Bók Orra er fyrir alla þá sem vilja fræðast um áfengismeðferð almennt, uppruna AA-samtakanna og síðast en ekki síst lesa skemmtilegan texta. Ég hló margoft upphátt við lestur Alkasamfélagsins. Þessi bók er alls ekki fyrir sannfærða AA sinna sem telja sig hafa fundið sannleikann (með stóru S-i) í samtökunum. Hinir síðastnefndu ættu að halda áfram að einbeita sér við að lesa AA-bókina.

Deildu