Stjórnarskrármálið í höfn!

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

26/03/2013

26. 3. 2013

Fregnir herma að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Bjarna Ben, sé tilbúinn að samþykkja drög að nýrri stjórnarskrá svo lengi sem 114% kosningabærra manna staðfesti drögin í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í blíðskaparveðri undir tvöföldum regnboga þann 30. febrúar næstkomandi. Samkvæmt sömu heimildum strandar málið nú helst á Framsóknarflokknum og þá sérstaklega Vígdísi Hauksdóttur sem óttast að […]

Fregnir herma að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Bjarna Ben, sé tilbúinn að samþykkja drög að nýrri stjórnarskrá svo lengi sem 114% kosningabærra manna staðfesti drögin í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í blíðskaparveðri undir tvöföldum regnboga þann 30. febrúar næstkomandi.

Samkvæmt sömu heimildum strandar málið nú helst á Framsóknarflokknum og þá sérstaklega Vígdísi Hauksdóttur sem óttast að án strangari skilyrða sé stærðfræðilega mögulegt koma nýrri stjórnarskrá í gegn. Einnig telur hún töluverð hættu á því að, án breytinga, verði leyfilegt samkvæmt stjórnarskrá að nota íslenska krónu til að aðstoða fátækt fólk „í útlöndum“. Formaður Bjartrar Framtíðar er bjartsýnn á að hægt verða leysa málið fyrir fyrrgreinda dagsetningu.

Ekki náðist í Árna Pál en talið er víst að hann vilji reyna að ná eitthvað betri samningum.

Deildu