Knús dagsins: að skilja og bæta samfélagið

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

20/09/2013

20. 9. 2013

Baráttan fyrir betri heimi snýst, að mínu mati, fyrst og fremst um að skilja og bæta samfélagið en ekki um að dæma eða jafnvel „krossfesta“ einstaklinga sem hafa gert eitthvað slæmt. Ástæðan er einföld. Allir gera mistök, allir geta lent í erfiðum aðstæðum og næstum allir geta framið eða stutt voðaverk undir „réttum“ kringumstæðum. Grunnþekking á […]

Baráttan fyrir betri heimi snýst, að mínu mati, fyrst og fremst um að skilja og bæta samfélagið en ekki um að dæma eða jafnvel „krossfesta“ einstaklinga sem hafa gert eitthvað slæmt.

Ástæðan er einföld. Allir gera mistök, allir geta lent í erfiðum aðstæðum og næstum allir geta framið eða stutt voðaverk undir „réttum“ kringumstæðum. Grunnþekking á sagnfræði og mannlegri hegðun ætti að gera okkur þetta ljóst.

Einstaka baráttufólk fyrir réttlæti virðist stundum gleyma því (eða ekki skilja) að umhverfi og aðstæður (samfélag, uppeldisaðstæður, líkamlegt og andlegt atgervi o.s.frv.) hafa gífurlega mikil áhrif á okkur sem einstaklinga. Þó einstaklingar séu yfirleitt ábyrgir gjörða sinna þá er ekki þar með sagt að það skili miklum árangri að fordæma einstaka menn og konur. Ég á því stundum erfitt með að skilja háværar kröfur sumra um myndbirtingar og afhjúpanir.

Menn eru hvorki góðir né vondir en þeir geta bæði framið góðverk og illvirki.

Gagnlegast er að reyna að skilja hvað það er í umhverfi okkar sem hefur áhrif á gjörðir mannsins og vinna út frá því.

Fordæming er fyrst og fremst fróun góðs fólks. Fólki líður yfirleitt betur með að geta litið niður á aðra einstaklinga. Það er þægilegt að vita (eða telja) að maður sé betri en einhver annar. Það er notalegt að standa á hærri siðferðisstalli en aðrir. 

Deildu