„Það er nóg af peningum til í þessu landi“ – Fjallað um hugmyndafræði í Harmageddon

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

12/12/2013

12. 12. 2013

Fyrr í dag mætti ég í viðtal í Harmageddon að ræða pólitíska hugmyndafræði. Ég fjallaði um hvers vegna ég er jafnaðarmaður en ekki frjálshyggjumaður. Hugmyndafræði hægrimanna um sparnað í kreppu er galin og við þurfum á öflugum jafnaðarmannaflokki að halda.

Fyrr í dag mætti ég í viðtal í Harmageddon að ræða pólitíska hugmyndafræði. Ég fjallaði um hvers vegna ég er jafnaðarmaður en ekki frjálshyggjumaður. Hugmyndafræði hægrimanna um sparnað í kreppu er galin og við þurfum á öflugum jafnaðarmannaflokki að halda.

Viðtal við Sigurð Hólm um frjálslynda jafnaðarstefnu í Harmageddon

_____

Hvers vegna skiptir hugmyndafræði máli?

„Það er eitt að hafa einhverja hugmyndafræði, og mér finnst það áhugavert. En fólk á ekki að hafa hugmyndafræði bara vegna þess að þeim finnst að hún sé rétt. Ég tel að við sem borgarar, að okkur beri skylda til að lesa og kynna okkur hvaða hugmyndafræði, hvaða aðferðir hafa gagnast í samfélögum og sagan einfaldlega kennir okkur, sama hvað Hannes Hólmsteinn segir, að í þeim samfélögum þar sem er jöfnuður, öflugt velferðarkerfi, ríkisvaldið hefur hlutverk. Til dæmis í kreppu að auka atvinnu og aðstoða fólk sem verður undir í lífinu. Þar sem þessi aðferð er notuð þar vegnar samfélögum betur. Þar eru færri byltingar, þar er minna um ofbeldi og það er minna um pólitíska upplausn.

En í þeim samfélögum þar sem sú hugmyndafræði er notuð að það eigi að spara sig í gegnum kreppur, sparnaður eins og nú er ríkjandi á Íslandi, sparnaðaraðgerðir Vigdísar Hauks og félaga. Við ætlum að spara því hér varð kreppa og ríkissjóður er sveltur. Þar sem þessi leið hefur verið reynd… hún hefur aldrei skilað neinum árangri.“

Hugmyndafræðin um sparnað í kreppu er röng

Þessi hugmyndafræði um að þú getir sparað þig í gegnum kreppur, hún er röng. Ef þú skoðar bara söguna og öll þau dæmi sem hafa verið rannsökuð þá hefur þetta hvergi virkað og veldur því að fátækt fólk verður fátækara og hjól atvinnulífsins stöðvast.“

Það er nóg til af peningum

Það er nóg af peningum til í þessu landi. Það er nefnilega málið. Það er nóg að peningum til.“

„Ríkið hefur margar leiðir til að nálgast pening. Þegar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben og Vigdís Hauks segja við verðum að spara við verðum að leggja niður Ríkisútvarpið, við verðum að spara hjá Landspítalanum vegna þess að hér er bara enginn peningur því hér varð hrun, allir búnir að viðurkenna það. „Nú verðum við að skera niður annars náum við ekki hallalausum fjárlögum.“ „Við verðum að skera niður.“ Þetta er lygi. Þetta er algjör lygi.“

„Í ríku samfélagi eins og á Íslandi þá er til fullt af leiðum til að fá pening. Þú getur tekið lán, það er ekki endilega skynsamlegt núna – það gæti verið skynsamlegt, en það er óþarfi samt núna. Við erum með stórfyrirtæki, við erum með sjávarútvegsfyrirtæki sem eru að græða milljarða á ári, við erum með banka sem eru að græða milljarða á ári, við erum með alls konar viðskipti hér og þar sem að væri hægt að skattleggja meira. Það væri hægt að skattleggja moldríkt fólk meira. Það væri hægt að tryggja það að fólk fari ekki með peningana úr landi í einhverjar skattaparadísir og svo framvegis. Það eru margar leiðir. Við gætum náð mörgum milljörðum, örugglega hundruð milljörðum ef við færum út í það að skattleggja þá sem geta borgað skatt og notað þann pening til að efla velferðarkerfið, draga úr atvinnuleysi og koma í veg fyrir niðurskurð sem bitnar á venjulegu fólki. Þetta er ekki eitthvað sem ég segi bara vegna þess að það hljómar vel. Þetta er hægt. Þetta er ekki bara hægt þetta er ekkert mál.“

„Það er bara ósatt, og fólk á ekki að trúa því, þegar stjórnmálamenn koma og segja: „Við verðum að spara vegna þess að það eru ekki til peningar.“ Það er bara ósatt.

Við þurfum öflugan jafnaðarmannaflokk

„Ég er ekkert að segja að vinstriflokkarnir séu frábærir og skuldlausir. Ég hef verið í Samfylkingunni og ég hef alveg sagt það við alla sem vilja heyra að mér finnst Samfylkingin oft ekki hafa talað nógu sterklega sem jafnaðarmannaflokkur. Það vantar svolítið. Það er alltaf verið að reyna að höfða til allra. Til einhverra sjálfstæðismanna eða einhverra með „borgaraleg gildi“. Við þurfum að fá alvöru jafnaðarmannaflokk sem talar hispurslaust um það að það skipti máli að hér sé jöfnuður.“

Viðtalið:

Deildu