Nokkrar spurningar til forsætisráðherra

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

29/05/2014

29. 5. 2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti áðan „hugrenningar“ sínar um moskumálið svokallaða á Fésbókarsíðu sinni. Þessi meistari rökhyggjunnar skrifar tveggja blaðsíðna pistil þar sem hann velur að svara ekki grundvallarspurningum um málið. Í staðinn ákveður hann að fjalla um „umræðuna“. Eins og venjulega kveinkar hann sér undan pólitískum andstæðingum sem hann telur að […]

Ályktun SUF á FacebookSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti áðan „hugrenningar“ sínar um moskumálið svokallaða á Fésbókarsíðu sinni. Þessi meistari rökhyggjunnar skrifar tveggja blaðsíðna pistil þar sem hann velur að svara ekki grundvallarspurningum um málið.

Í staðinn ákveður hann að fjalla um „umræðuna“. Eins og venjulega kveinkar hann sér undan pólitískum andstæðingum sem hann telur að séu að „ráðast á“ flokkinn sinn og gera honum upp skoðanir. Svo talar hann eitthvað um Icesave og skuldaniðurfellinguna miklu.

Í öllu textaflóðinu svarar hann ekki augljósum spurningum:

• Er formaður Framsóknarflokksins sammála oddvitanum í Reykjavík um að það sé í lagi að mismuna fólki eftir trúarskoðunum? Telur hann að hið opinbera eigi bara að styrkja Þjóðkirkjuna? Samræmist sú afstaða stefnu Framsóknarflokksins? Er viðeigandi að almenningur kjósi um það hvort sum trúfélög fá lóð frá borginni? Finnst Sigmundi í lagi að tala um innflytjendur sem „hluti“ og er í lagi að oddviti flokksins virðist byggja afstöðu sína á fáfræði?

„Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna“ – Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

„Það er ekki eins og þessi skoðun sé byggð á fordómum. Ég dæmi bara eftir minni reynslu. Ég er til dæmis nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt.“ – Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

„…margir múslimar koma frá gömlum frönskum nýlendum og því þurfa Frakkar að taka allskonar hluti inn í landið.“– Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

• Hvers vegna telur hann að fimmti maður á lista hafi dregið sig úr framboði flokksins í Reykjavík? Misskildi frambjóðandinn oddvitann sinn eða var hann bara að reyna að koma „höggi á pólitíska andstæðinga“?

• Er það rétt, eins og haldið hefur verið fram, að flokkurinn hafi verið búinn að ákveða að gera út á „kristin gildi flokksins“ fyrir þessar kosningar og koma í veg fyrir að „moska risi í Reykjavík“? Finnst forsætisráðherra eðlilegt að nota orð eins og „múslimur“ og „músatyppi“ þegar fjallað erum múslíma?

Mótmælum mosku á Íslandi styður B Hvað finnst formanninum um að ályktun Sambands ungra Framsóknarmanna gegn málflutningi oddvitans í Reykjavík hafi horfið af vefnum stuttu eftir að hún hafði verið birt? Veit hann hver stóð fyrir þeirri ritskoðun? Er hann sammála ályktuninni eða telur hann hana hafa verið „krúttlega“ eins og annar maður á lista Framsóknar í Reykjavík orðaði það?

• Nú þegar hafa miklir öfgamenn (má ég segja „rasistar“), á Facebook síðunni „Mótmælum mosku á Íslandi“, lýst yfir mikilli ánægju með málflutning oddvitans í Reykjavík og hvetja félagsmenn sína til að styðja Framsókn. Finnst Sigmundi Davíð slíkur stuðningur áhyggjuefni eða rúmast skoðanir þessara einstaklinga innan Framsóknarflokksins? Er forsætisráðherra með einhver skilaboð til þessa fólks?

Mér finnst ekki óeðlilegt að formaður valdamesta flokks landsins svari þessum spurningum fyrir kosningar.

Heimildir:

Deildu