Ofbeldismaður og eineltishrotti skrifar

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/07/2014

21. 7. 2014

  Ef marka má málflutning sumra stjórnmálamanna er ég bæði ofbeldismaður og eineltishrotti vegna þess að ég leyfi mér að gagnrýna málflutning fólks í valdastöðum. Undanfarið hefur verið í tísku að kalla eðlilega gagnrýni einelti og nýverið fannst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, og sjálfskipuðum talsmanni „rótækrar rökhyggju“ á Íslandi, tilvalið að kalla gagnrýni á Framsóknarflokkinn […]

Sigmundur Davíð - loftárásir

 

Ef marka má málflutning sumra stjórnmálamanna er ég bæði ofbeldismaður og eineltishrotti vegna þess að ég leyfi mér að gagnrýna málflutning fólks í valdastöðum. Undanfarið hefur verið í tísku að kalla eðlilega gagnrýni einelti og nýverið fannst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, og sjálfskipuðum talsmanni „rótækrar rökhyggju“ á Íslandi, tilvalið að kalla gagnrýni á Framsóknarflokkinn fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningarofbeldi“.

Það er í sjálfu sér grafalvarlegt mál að valdamesti maður landsins reyni að þagga niður í gagnrýnendum sínum með þessum hætti. En það er ekki síður alvarlegt að gengisfella hugtök á borð við einelti og ofbeldi.

Ég man vart eftir stjórnmálamanni sem er jafn viðkvæmur fyrir gagnrýni og jafn ófær um rökræða einföldustu mál og núverandi forsætisráðherra. Það er vandræðalegt að hinn mikli róttæki rökhyggjumaður sem vill „líta til staðreynda mála og rökræða út frá staðreyndum til að komast að því hvað er rétt og hvað er rangt“ geti ómögulega rætt nokkuð mál með rökum. Öll gagnrýni er að hans mati ofbeldi og jafnvel „loftárás“. Nú þegar fréttir berast daglega af raunverulegu ofbeldi og raunverulegum loftárásum á Gaza sést betur hversu ógeðfelldur og barnalegur málflutningur forsætisráðherra er.

Heimilisofbeldi?
Hvað ætli forsætisráðherrann kalli gagnrýni úr eigin flokki? Heimilisofbeldi? Hingað til hefur hann þó aðallega kvartað undan ofbeldi „pólitískra andstæðinga“ en nú hafa fjölmargir góðir einstaklingar innan Framsóknarflokksins yfirgefið flokkinn eða gagnrýnt hann harðlega. Má þar nefna Þorstein Magnússon varaþingmann, Ómar Stefánsson, Ástu Hlín Magnúsdóttur fyrrverandi formann SUF og Hreiðar Eiríksson, móralskan sigurvegara síðustu sveitarstjórnarkosninga, sem hætti vegna þess að honum ofbauð málflutningur framsóknarmanna í Reykjavík fyrir kosningar og viðbrögð (og viðbragðaleysi) forystunnar. Að auki er fjöldinn allur af frjálslyndu fólki löngu farið úr Framsókn.

Þessi uppreisn innan Framsóknarflokksins fer svolítið illa með langsterkustu og beittustu rök Sigmundar Davíðs, sem eru þau að helsta gagnrýni á flokkinn hans sé komin frá einhverjum pólitískum andstæðingum (svokallaður samfylkingarspuni).

Þöggun er hættuleg lýðræðinu
Stjórnmálamenn sem geta ekki tekið gagnrýni og rökrætt einföldustu mál hafa ekkert að gera í pólitík. Stjórnmálamenn sem ítrekað reyna að þagga niður í gagnrýnisröddum með ásökunum um einelti, ofbeldi og loftárásir eru beinlínis hættulegir sjálfu lýðræðinu.

Deildu