Afnám forréttinda er ekki frelsisskerðing

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

19/08/2014

19. 8. 2014

Fólk sem lengi hefur verið í forréttindastöðu í samfélaginu á það til að tapa áttum. Það skilur ekki jafnrétti af því það er með bilaðan hallamæli af áralöngu óréttlæti. Fólk getur orðið svo vant forréttindum sínum að það upplifir hvert skref í átt að jafnrétti sem „árás á réttindi“. Þeir sem eru t.d. vanir forréttindum […]

Fólk sem lengi hefur verið í forréttindastöðu í samfélaginu á það til að tapa áttum. Það skilur ekki jafnrétti af því það er með bilaðan hallamæli af áralöngu óréttlæti. Fólk getur orðið svo vant forréttindum sínum að það upplifir hvert skref í átt að jafnrétti sem „árás á réttindi“. Þeir sem eru t.d. vanir forréttindum Þjókirkjunnar á öllum sviðum tala þannig um „afhelgun samfélagsins“ og „árás á kristindóminn“ þegar eitthvað er lagt til sem gæti skert forréttindi kirkjunnar.

Þeir sem hafa lengi verið jafnari en aðrir geta stundum ekki annað en túlkað kröfur um raunverulegt jafnrétti sem kúgun, árás eða jafnvel sem mannréttindabrot.

Raunverulegar breytingar eru ekki það eina sem virðist slá fólk með bilaðan hallamæli út af laginu. Gagnrýni á ríkjandi fyrirkomulag getur komið mörgum í uppnám. Þegar einhver leyfir sér að gagnrýna fordóma eða mismunun í nafni trúarbragða (sérstaklega kristinna trúarbragða) er sá hinn sami sakaður um að vera á móti tjáningarfrelsinu. „Má fólk ekki hafa skoðanir?“ spyrja margir þungir á brún þegar valdastofnun eða forréttindahópur er gagnrýndur.

Allir sem vilja vera sanngjarnir og horfa á hlutlaust og af yfirvegun á málin sjá að krafan um veraldlegt samfélag er krafa um frelsi og jafnrétti handa öllum.

Sanngjarnt fólk hlýtur líka að sjá að gagnrýni á ríkjandi fyrirkomalag er ekki árás á tjáningarfrelsið og afnám forréttinda er ekki frelsisskerðing.

Sjá nánar:

Deildu