RÚV mafían

Logo

06/10/1999

Höfundur:

6. 10. 1999

Ég var rétt í þessu að fá innum bréfalúguna skrýtna rukkun, ásamt hótunum um lögfæðiinnheimtu ef ég greiði ekki hið snarasta. Ég er því allsendis óvanur að fá send slík hótunarbréf , þareð ég er vanur að greiða fljótlega alla þá gíróseðla sem mér berast, svo fremi sem ég kannast við að skulda þá. En […]

Ég var rétt í þessu að fá innum bréfalúguna skrýtna rukkun, ásamt hótunum um lögfæðiinnheimtu ef ég greiði ekki hið snarasta. Ég er því allsendis óvanur að fá send slík hótunarbréf , þareð ég er vanur að greiða fljótlega alla þá gíróseðla sem mér berast, svo fremi sem ég kannast við að skulda þá.


En það skrýtna við þetta gíróseðilsóféti er að ég man bara hreint ekki eftir að hafa beðið um þá þjónustu sem verið er að rukka. Þarna er á ferðinni sjónvarpsstöð með svo leiðinlega dagskrá að ég horfi nánast aldrei á hana -enda úr nógu öðru að velja – ásamt tveimur útvarpsstöðvum sem ég hlusta bókstaflega aldrei á. Samt gerist þessi stofnun svo ósvífin að senda mér rukkun, afturvirkt langt frammá síðasta ár, uppá einar 30 þúsund krónur, ásamt hótun um að fara í mál við mig ef ég borga ekki!

Ég skil ekki alveg, er þetta kannski eitthvert „verndargjald“, eins og hjá mafíunni? Mér sýnist það einna helst, og þá skil ég heldur ekki hversvegna stofnun eins og RÚV þarf að grípa til slíkra óyndisúrræða til að fjármagna starfsemi sína. Mér skilst nefnilega að RÚV hafi yfirburðadreifikerfi um allt, sem skilar sér í mestu auglýsingatekjum allra fjölmiðla landsins, AUK ÞESS að vera á ríkisfjárlögum!!!

Það er sko fjandanum fjarri mér að greiða þetta „verndargjald“ þeirra, og því langar mig að spyrja að einu: Ég hef heyrt að í raun og veru sé enginn lagagrundvöllur fyrir þessari fjárkúgun, að fjölmargir hafi líkt og ég íhuga nú að gera, neitað að borga, án þess að RÚV fengi nokkuð að gert. Ég hef heyrt að hinir hátt geltandi og urrandi lögfræðingar RÚV hafi snautað burt með skottið milli lappanna eftir að hafa verið sagt að troða rukkuninni (þið vitið hvert).

Mig langar að fá nánari staðfestingar á þessum sögum, auk þess sem ég vil í leiðinni hvetja alla til að hætta að láta þessa stofnun kúga fé útúr sér.

Eysteinn Kristjánsson

Deildu