Allsherjar stríð gegn hverjum?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

17/09/2001

17. 9. 2001

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun styðja 75% Bandaríkjamanna allsherjastríð gegn hverju því ríki sem styður eða hylmir yfir hryðjuverkamönnum. Það lýtur því út fyrir að saklaust fólk í Afganistan fái að gjalda fyrir hrottaskap örfárra manna sem eru þar við völd. Ef Osama Bin Laden ber ábyrgð á hryðjuverkunum í BNA þarf vitaskuld handtaka hann og láta […]

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun styðja 75% Bandaríkjamanna allsherjastríð gegn hverju því ríki sem styður eða hylmir yfir hryðjuverkamönnum. Það lýtur því út fyrir að saklaust fólk í Afganistan fái að gjalda fyrir hrottaskap örfárra manna sem eru þar við völd.

Ef Osama Bin Laden ber ábyrgð á hryðjuverkunum í BNA þarf vitaskuld handtaka hann og láta hann svara til saka. Ef yfirvöld í Afganistan hafa beint eða óbeint stutt þessa árás er eðlilegt að þeim verði einnig refsað. En það skiptir máli hvernig það verður gert?

Almenningur í Afganistan samanstendur mest megnis af saklausu fólki sem hefur þurft að þola nóg um dagana. Stríðið við Sovétríkin lagði landið nánast í rúst og nú undir stjórn hinna ofsatrúuðu Talíbana hefur almenningur þurft að þola mikið harðræði. Fólk er myrt fyrir minnstu ,,afbrot“ og frést hefur að Talíbanar dundi sér við að grafa ógiftar konur og ekkjur lifandi. Maður getur varla ímyndað sér hvernig er að búa við slíkar aðstæður.

Það er því skilda þeirra sem vilja ráðast inn í Afganistan í þeim tilgangi að handsama Bin Laden að gera það með þeim hætti að sem fæstir, og helst enginn, saklausir borgarar láti lífið.

Deildu