Banna íslensk lög ekki manndráp?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

28/04/2003

28. 4. 2003

Í Fréttablaðinu segir: ,,Herra Karl [biskup] nefndi að… [h]vergi væri skráð í íslensk lög að ekki megi drepa mann. Samt sem áður snúist öll lög um þetta atriði. Þetta sé hið almenna siðalögmál kristni sem allt hvílir á.“ Þvílíkt rugl. Auðvitað er bannað að drepa samkvæmt íslenskum lögum. Sjá: Almenn hegningarlög nr. 19/1940. Almenn hegningarlög […]

Í Fréttablaðinu segir: ,,Herra Karl [biskup] nefndi að… [h]vergi væri skráð í íslensk lög að ekki megi drepa mann. Samt sem áður snúist öll lög um þetta atriði. Þetta sé hið almenna siðalögmál kristni sem allt hvílir á.“ Þvílíkt rugl. Auðvitað er bannað að drepa samkvæmt íslenskum lögum. Sjá: Almenn hegningarlög nr. 19/1940.


Almenn hegningarlög nr. 19/1940
211. gr. Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.

212. gr. Ef móðir deyðir barn sitt í fæðingunni eða undir eins og það er fætt, og ætla má, að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hefur komist í við fæðinguna, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.

213. gr. Hver, sem sviptir annan mann lífi fyrir brýna beiðni hans, skal sæta fangelsi allt að 3 árum…

214. gr. Ef maður stuðlar að því, að annar maður ræður sér sjálfur bana, þá skal hann sæta [fangelsi allt að 1 ári]1) eða sektum.

Svo það fari ekkert á milli mála þá voru boðorðin tíu engin lagabylting. Þau eru auðvitað byggð á lögum Hammurabis.

Fyrir utan það eru flest boðorðanna siðlaus, samkvæmt siðferðiskennd flestra Íslendinga í það minnsta.

Deildu