Eins og lesendur Skoðunar vita hefur frumvarp til laga um breytingar á lögum um útlendinga verið harðlega gagnrýnt. Hafa lesendur verið hvattir til að senda alþingismönnum gagnrýni sína á frumvarpinu. Nú hafa nokkur vefrit og félagasamtök tekið sig saman og hafið þverpólitíska undirskriftarsöfnun gegn umræddu frumvarpi. Ég hvet alla til að láta í sér heyra og taka þátt!
Facebook athugasemdir