Fahrenheit 9/11

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

05/08/2004

5. 8. 2004

Nýjasta mynd Michael Moore, Fahrenheit 911 (F9/11), hefur fengið verðskuldaða athygli í Bandaríkjunum. Enda fjallar hún á beittan hátt um George Bush Bandaríkjaforseta og tengsl hans, og bandarískra stjórnvalda, við fjársterk fyrirtæki, fjölmiðla, vopnaframleiðendur, olíuiðnaðinn, einræðisherra og eftirlýsta hryðjuverkamenn svo eitthvað sé nefnt. Þessi gagnrýni fer afskaplega illa fyrir brjóstið á Repúblíkönum um allan heim, […]

Nýjasta mynd Michael Moore, Fahrenheit 911 (F9/11), hefur fengið verðskuldaða athygli í Bandaríkjunum. Enda fjallar hún á beittan hátt um George Bush Bandaríkjaforseta og tengsl hans, og bandarískra stjórnvalda, við fjársterk fyrirtæki, fjölmiðla, vopnaframleiðendur, olíuiðnaðinn, einræðisherra og eftirlýsta hryðjuverkamenn svo eitthvað sé nefnt. Þessi gagnrýni fer afskaplega illa fyrir brjóstið á Repúblíkönum um allan heim, þar á meðal íslenskum. En eins og fer framhjá fáum þá sjá fjölmargir íhaldssamir Sjálfstæðismenn vart sólina fyrir Bush og Repúblíkanaflokknum.

Síðan sýningar á F9/11 hófust í Bandaríkjunum hafa íhaldsmenn keppst við að fullyrða að nánast allt sem fram kemur í myndinni sé byggt á blekkingum og lygum. Sannleikurinn er hins vegar sá að stór hluti þessarar gagnrýni er hins vegar sjálfur byggður á blekkingum og lygum.

Það ætti ekki að fara framhjá neinum að F9/11 er langt frá því að vera hlutlaus mynd. Moore hefur margsinnis lýst því yfir að markmið hans sé meðal annars að koma Bush frá völdum. Þeir sem vita eitthvað um Moore vita líka að hann gefur sig út fyrir að vera kaldhæðinn. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að í F9/11 er Bush bæði harðlega gagnrýndur og hæddur.

En eru þær staðreyndir sem Moore teflir fram hins vegar sannar? Langflestar eru það. Sumar eru óljósar, aðrar umdeilanlegar en flest af því sem kemur fram í myndinni er sannleikanum samkvæmt og ætti að vekja fólk til umhugsunar.

Fjallað var um F9/11 í Kastljósi Sjónvarpsins í gær og var blaðamaðurinn Ólafur Teitur einn þeirra sem tók þátt í umræðunni. Ólafur Teitur var greinilega nýbúinn að lesa leiðarvísi íhaldsmanna um myndina “Fifty-nine Deceits in Fahrenheit 9/11” eftir Dave Kopel og virtist sannfærður um F9/11 væri meira eða minna skáldskapur. Það sem Ólafur Teitur vissi væntanlega ekki var að ásökunum Kopels hefur verið svarað nokkuð ítarlega lið fyrir lið. Bæði af Moore sjálfum og á vefsíðunni Daily Kos (“Debunking the 59 Deceits”).

Það er ástæða til þess að hvetja alla þá sem hafa séð, eða ætla að sjá, F9/11 til að kynna sér þá ítarlegu umfjöllun sem átt sér hefur stað um myndina og komast að sinni eigin niðurstöðu.

Nauðsynlegt ítarefni fyrir þá sem hafa séð F9/11:
Fifty-nine Deceits in Fahrenheit 9/11
Debunking the 59 Deceits: Deceits 1-2
Debunking the 59 Deceits: Deceits 3-7
Debunking the 59 Deceits: Deceits 8-16
Debunking the 59 Deceits: Deceits 17-23
Debunking the 59 Deceits: Deceits 24-31
Debunking the 59 Deceits: Deceits 32-38
Debunking the 59 Deceits: Deceits 32-38
Debunking the 59 Deceits: Deceits 39-49
Debunking the 59 Deceits: Deceits 50-59
Fahrenheit 9/11 Notes + Sources

Deildu