Í stjórn Eirar

Skoðun-Logo
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

08/09/2005

8. 9. 2005

Valdafíkn mín er engum takmörkum háð. Ég er búinn að búa á Akureyri í um tvær vikur og er strax búinn að troða mér í stjórn norðlenskra félagasamtaka. Í gær var ég kosinn í stjórn Eirar, félags heilbrigðisfræðinema við Háskólann á Akureyri. Reyndar fékk ég rússneska kosningu, enda bauð sig enginn annar fram. Það er […]

Valdafíkn mín er engum takmörkum háð. Ég er búinn að búa á Akureyri í um tvær vikur og er strax búinn að troða mér í stjórn norðlenskra félagasamtaka. Í gær var ég kosinn í stjórn Eirar, félags heilbrigðisfræðinema við Háskólann á Akureyri. Reyndar fékk ég rússneska kosningu, enda bauð sig enginn annar fram. Það er kannski ofsögum sagt að ég hafi boðið mig fram. Réttar er að segja að ég hafi verið boðinn fram. Ég þorði bara ekki að segja nei. Hver getur sagt nei við húsfylli af kvenmönnum? Augljóslega ekki ég! Ekki er ég samt að kvarta, þetta verður örugglega mjög gaman.

Deildu