Herinn að fara burt

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

16/03/2006

16. 3. 2006

Ég get ekki sagt að ég hafi miklar áhyggjur af því að blessaður herinn sé að fara. Ég hef meiri áhyggjur af því að nú detti íslenskum stjórnarherrum í hug að stofna íslenskan her, með þeim kostnaði sem af slíkri vitleysu fylgir. Skoðanir mínar á veru hers á Íslandi er hægt að lesa í greininni […]

Ég get ekki sagt að ég hafi miklar áhyggjur af því að blessaður herinn sé að fara. Ég hef meiri áhyggjur af því að nú detti íslenskum stjórnarherrum í hug að stofna íslenskan her, með þeim kostnaði sem af slíkri vitleysu fylgir. Skoðanir mínar á veru hers á Íslandi er hægt að lesa í greininni “Hver er ógnin?”:

“Að Íslendingum stafar engin bein ógn, ef við utanskiljum þá ógn sem okkur stafar af heimskulegum hugmyndum. Í raun er aðeins hægt að hugsa sér eina gilda ástæðu fyrir því að óvinveittum aðilum dytti í hug að ráðast á þetta litla sker sem við köllum Ísland. Ástæðan er einmitt sú staðreynd að her, afar óvinsællar þjóðar víðs vegar um heiminn, er staðsettur hér á landi….”


Lesa “Hver er ógnin?

Deildu