Útúrsnúningur og áróður

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

06/12/2007

6. 12. 2007

Umræðan síðustu daga um Siðmennt og meint stefnumál félagsins hefur verið ótrúleg. Þrátt fyrir ítrekaðar leiðréttingar halda launaðir þjónar kirkjunnar áfram að snúa út úr orðum Siðmenntarmanna. Það er allt að verða vitlaust í bloggheiminum út af þeirri einföldu kröfu Siðmenntar ríkið sé hlutlaust í trúmálum. Ég hvet lesendur sérstaklega til að lesa eftirfarandi guðfræðingablogg […]

Umræðan síðustu daga um Siðmennt og meint stefnumál félagsins hefur verið ótrúleg. Þrátt fyrir ítrekaðar leiðréttingar halda launaðir þjónar kirkjunnar áfram að snúa út úr orðum Siðmenntarmanna. Það er allt að verða vitlaust í bloggheiminum út af þeirri einföldu kröfu Siðmenntar ríkið sé hlutlaust í trúmálum.

Ég hvet lesendur sérstaklega til að lesa eftirfarandi guðfræðingablogg (Athugið að mikilvægt er að lesa andsvörin sem birtast í athugasemdakerfum líka. Það er mikið reynt til að snúa út úr málflutningi okkar í sjálfum greinunum).


1) Stefán Einar Stefánsson, guðfræðinemi, er þekktur fyrir að vera með miklar yfirlýsingar sem oft eru innistæðulausar.

Sjá sérstaklega:
Hrunadans Siðmenntar

Varaformaður Siðmenntar og litlu jólin

Áhugavert líka að skoða fyrri samskipti mín við guðfræðinemann hér:

Mótmælandi Íslands

2) Svavar Alferð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, fer á kostum í umræðum sínum um Siðmennt. Hann nær nýjum hæðum í útúrsnúningi sínum í greininni:

Siðmennt???
(Hér er einstaklega mikilvægt að skoða andsvör mín)

3) Annall.is er guðfræðiblogg þar sem nokkrir guðfræðingar koma saman og ræða ýmis mál. Áhugaverð síða þar sem oft er að finna ágætis pistla. Umræðan um málefni síðustu daga er nokkur þarna. Sjá:

Annáll.is

Deildu