Cosmos (bók)

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

17/08/2008

17. 8. 2008

Cosmos Eftir: Carl Sagan Umfjöllun: Cosmos er skrifuð eftir samnefndum sjónvarpsþáttum sem Carl Sagan framleiddi og stýrði á áttunda áratugnum. Í bæði bókinni og þáttunum fjallar Sagan um upphaf lífsins á jörðinni, upphaf og endalok alheimsins, sagnfræði, pólitík, heimspeki, trú og umburðarlyndi. Hann sýnir að með réttum efnistökum er hægt að kveikja áhuga nánast hvers […]

Cosmos

CosmosEftir: Carl Sagan

Umfjöllun:
Cosmos er skrifuð eftir samnefndum sjónvarpsþáttum sem Carl Sagan framleiddi og stýrði á áttunda áratugnum. Í bæði bókinni og þáttunum fjallar Sagan um upphaf lífsins á jörðinni, upphaf og endalok alheimsins, sagnfræði, pólitík, heimspeki, trú og umburðarlyndi. Hann sýnir að með réttum efnistökum er hægt að kveikja áhuga nánast hvers sem er á þekkingu og sjálfstæðri hugsun um lífið og tilveruna. Eitthvað sem skólakerfið ætti að gera, en mistekst þar sem flestum leiðist á skólabekk.

Kaflar bókarinnar (og einstakir þættir í þáttaröðinni) heita ljóðrænum og heillandi nöfnum: „The Shores of the Cosmic Ocean“, „One Voice in the Cosmic Fugue“, „The Harmony of the Worlds“, „Heaven and Hell“, „Blues for a Red Planet“, ,,Travelers’ Tales“, The Backbone of Night“, Travels in Space and Time“, „The Lives of the Stars“, „The Edge of Forever, „The Persistence of Memory“, „Encyclopedia Galactica“, „Who Speaks for Earth?“

Eftir lestur Cosmos getur maður ekki annað en dáðst af stórfengleika alheimsins. Sagan bendir á þennan stórfengleika með mörgum mögnuðum samlíkingum. Hann bendir til dæmis á að í handfylli af sandi eru að finna um 10 þúsund sandkorn. Það er álíka mikill fjöldi og fjöldi þeirra stjarna sem við, jarðarbúar, sjáum með berum augum frá jörðu. Hins vegar er heildarfjöldi stjarna (fjarlægra sóla) í alheiminum mun meiri en fjöldi þeirra sandkorna sem finnast á ÖLLUM ströndum jarðarinnar…

Deildu