Ekki fyrsta ritskoðunin

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

15/12/2008

15. 12. 2008

Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, hefur nú sagt frá reynslu sinni af ritskoðun. Á Jón Bjarki hrós skilið fyrir að segja frá þessari reynslu opinberlega. Ritskoðun þrífst fyrst og fremst í skjóli starfsmanna fjölmiðla sem þora ekki að segja frá. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskir fjölmiðlar hafa orðið uppvísir að […]

Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, hefur nú sagt frá reynslu sinni af ritskoðun. Á Jón Bjarki hrós skilið fyrir að segja frá þessari reynslu opinberlega. Ritskoðun þrífst fyrst og fremst í skjóli starfsmanna fjölmiðla sem þora ekki að segja frá.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskir fjölmiðlar hafa orðið uppvísir að ritskoðun og reyndar ekki í fyrsta sinn heldur sem Reynir Traustason fer með ósannindi til að hylma yfir óheiðarleg vinnubrögð vinnuveitenda sinna.

Þegar ég upplýsti fyrir nokkrum árum að Jón Ásgeir hefði haft bein afskipti af fréttaflutningi á Vísir.is (þar sem ég var blaðamaður) kallaði Reynir Traustason málflutning minn slúðurkenndan. Eins og nú var hann þá óheppinn að því leyti að ég átti tölvupósta sem studdu mál mitt, auk þess sem ég var með vitni að samskiptum mínum við ritstjórn.

Eftir að mál mitt komst til umfjöllunar sögðu nokkrir fyrrverandi og núverandi blaðamenn mér frá því að þeir hefðu lent í svipaðri reynslu. Enginn hafði sagt frá reynslu sinni opinberlega af ýmsum ástæðum.

Það er því ekki úr vegi að rifja upp umfjöllunina sem þá átti sér stað.

Sjá hér:
Greinar um ritskoðun.

Deildu