Eineltisumræða

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

19/03/2010

19. 3. 2010

Einelti hefur verið töluvert í umræðunni síðustu daga og það er jákvætt. Þetta er þörf umræða. Sífellt fleiri verða meðvitaðri um alvarleika eineltis í skólum, vinnustöðum, inn á heimilum og almennt í samfélaginu. En betur má ef duga skal. Því fagna ég allri umræðu og vitundarvakningu. Á miðvikudaginn síðasta hélt Mannréttindaskrifstofa málþing  með yfirskriftinni Dagur […]

Einelti hefur verið töluvert í umræðunni síðustu daga og það er jákvætt. Þetta er þörf umræða. Sífellt fleiri verða meðvitaðri um alvarleika eineltis í skólum, vinnustöðum, inn á heimilum og almennt í samfélaginu. En betur má ef duga skal. Því fagna ég allri umræðu og vitundarvakningu.

Á miðvikudaginn síðasta hélt Mannréttindaskrifstofa málþing  með yfirskriftinni Dagur án eineltis.  Ég komst því miður ekki á það málþing en mér skilst að það hafi heppnast vel. Var þar meðal annars sýnt úr heimildarmynd Viðars Freys Guðmundssonar sem enn er í vinnslu. Vinnuheiti  myndarinnar er Einelti: ofbeldi meðal barna.  Sýnist mér að um metnaðarfulla mynd sé að ræða sem mun án vafa vekja töluvert umtal þegar hún kemur út (vonandi síðar á árinu).

Í dag buðu svo Liðsmenn Jerico, Landssamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda, upp á stórgóðan fyrirlestur um Einelti á vinnustöðum, heimilum og skólum og sjálfsvíg, forvarnir og sorg. Fyrirlesararnir voru kaþólsku prestarnir Sr. Tony Byrne og systir Kathleen Maguire, en þau hafa lengi unnið með þolendum eineltis ásamt því að hafa sinnt öðru mannúðarstarfi. Ég fór á þennan fyrirlestur og var afskaplega ánægður með hann.  Fyrirlesturinn var bæði skemmtilegur og gagnlegur. Ekki skemmdi fyrir að fyrirlesararnir geisluðu af manngæsku og kærleik.  Ég stefni að því að fjalla betur um fyrirlesturinn síðar.

Svo var einnig í dag fjallað um reynslusögur mínar í DV. Umfjöllunin er byggð á greinum sem ég birti fyrir nokkru hér á Skoðun. Ég veit reyndar ekki hvort ég sé mjög ánægður með fyrirsögnina. Svolítið dramatísk. En svona var þetta samt stundum.

Deildu