Hjálparstofnanir á móti matarkortum?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

14/12/2010

14. 12. 2010

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í fréttum RÚV í kvöld að hjálparstofnanir hefðu ekki sýnt áhuga á að taka þátt í útgáfu svokallaðra matarkorta. En með innleiðingu slíkra korta væri hugsanlega hægt að útrýma niðurlægjandi biðröðum fyrir utan hjálparstofnanir. Ég átta mig því ekki á því af hverju hjálparstofnanir sýna hugmyndinni ekki áhuga. Ég vil gjarnan […]

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í fréttum RÚV í kvöld að hjálparstofnanir hefðu ekki sýnt áhuga á að taka þátt í útgáfu svokallaðra matarkorta. En með innleiðingu slíkra korta væri hugsanlega hægt að útrýma niðurlægjandi biðröðum fyrir utan hjálparstofnanir. Ég átta mig því ekki á því af hverju hjálparstofnanir sýna hugmyndinni ekki áhuga.

Ég vil gjarnan fá útskýringar á þeirri afstöðu.

Eru hjálparsamtök komin í einhverja samkeppni við stjórnvöld um þjónustu við fólk í fjárhagsvanda?

Ef hægt er að koma í veg fyrir biðraðir eftir mat með matarkortum eiga allir að taka höndum saman og vinna að verkefninu.

Deildu