Ég tók eftir því að í grein á Pressunni segir Brynjar Nielsson, formaður Lögmannafélags Íslands, orðrétt:
„Hvorki ég né aðrir nei-sinnar fullyrtum að dómstólaleiðin gæti ekki leitt til verri niðurstöðu en samningurinn.“ [feitletrun SHG]
Nú er ég ekki lögfræðingur, en mér heyrðist lögfræðingurinn einmitt fullyrða þetta í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Þar segir Brynjar Nielsson eftirfarandi um dómstólaleiðina: „hún getur aldrei orðið verri…“
Heimir Karlsson: „En þú hlýtur Brynjar vegna þess að þú vilt frekar taka áhættuna og fara dómsstólaleiðina…“
Brynjar Nielsson: „…Það er vegna þess að hún getur aldrei orðið verri vegna þess að við verðum aldrei dæmd til að greiða nema þessar 20 þúsund Evrur.“
Dæmi nú hver fyrir sig.
Facebook athugasemdir