Hagfræðiraus – Nokkrar áhugaverðar bækur og viðtal um hagfræði

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

04/01/2013

4. 1. 2013

Mikilvægt er að fólk lesi sér til um hagfræði og ólíkar hagfræðistefnur. Öðruvísi er erfitt að vera með upplýstar skoðanir um ástand heimsmála. Án grunnþekkingar á hagfræði er varla hægt að mynda sér pólitíska skoðun. Hagfræði er ekki eins flókin og margir halda. Ótrúlegt en satt getur meira að segja verið skemmtilegt að lesa um […]

PeningarMikilvægt er að fólk lesi sér til um hagfræði og ólíkar hagfræðistefnur. Öðruvísi er erfitt að vera með upplýstar skoðanir um ástand heimsmála. Án grunnþekkingar á hagfræði er varla hægt að mynda sér pólitíska skoðun. Hagfræði er ekki eins flókin og margir halda. Ótrúlegt en satt getur meira að segja verið skemmtilegt að lesa um hagfræðikenningar. Ég lofa! Hér fyrir neðan bendi ég á nokkrar bækur.

Hér má finna áhugavert viðtal við hagfræðinginn Steve Keen frá því í nóvember 2011. Nýlega las ég bók hans Debunking Economics – Revised and Expanded Edition: The Naked Emperor Dethroned?. Eins og titillinn gefur til kynna gagnrýnir Keen hagfræði sem fræðigrein harðlega, þá sérstaklega nýklassíska hagfræði (neoclassical economics) sem hvað mest er dýrkuð um heiminn. Ég mæli með þessari bók. Mér fannst reyndar svolítið erfitt að lesa hana þar sem hún er ekki beinlínis skrifuð fyrir leikmenn og töluvert er um leiðindar fagmál (jargon).

Ef Keen hefur rétt fyrir sér er hægfræði eins og hún er kennd víðs vegar um heiminn hálfgert, ef ekki algert, kjaftæði.

Keen hefur gagnrýnt Krugman nokkuð en, mér sýnist samt að þeir séu sammála um margt. Báðir tala gegn ójöfnuði, regluleysi í bankageiranum og fyrir skuldaleiðréttingu.

Aðrar áhugaverðar (og auðlesanlegri) bækur um hagfræði og efnahagsmál sem ég mæli eindregið með. Þær eru bæði upplýsandi og skemmtilegar:

23 Things They Don’t Tell You About Capitalism Chang eftir Ha-Joon.

The Price of Inequality: How Today’s Divided Society Endangers Our Future eftir Joseph E. Stiglitz.

Beyond Outrage: Expanded Edition: What has gone wrong with our economy and our democracy, and how to fix it eftir Robert B. Reich.

End This Depression Now! eftir Paul Krugman.

Deildu