Trúarskoðanir geta ógnað almannahagsmunum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

09/01/2013

9. 1. 2013

Ég fékk óvænta gjöf í gær. Nýjasta tölublað af Tímariti kristilegs félags heilbrigðisstétta. Ég vissi ekki að þetta félag væri til en það hefur víst verið starfandi frá 1978. Af einskærri forvitni las ég blaðið í gegn. Í því er að finna almenna umfjöllun um trú, andlega þjónustu á heilbrigðisstofnunum og áherslur stjórnvalda í þeim […]

Ég fékk óvænta gjöf í gær. Nýjasta tölublað af Tímariti kristilegs félags heilbrigðisstétta. Ég vissi ekki að þetta félag væri til en það hefur víst verið starfandi frá 1978. Af einskærri forvitni las ég blaðið í gegn. Í því er að finna almenna umfjöllun um trú, andlega þjónustu á heilbrigðisstofnunum og áherslur stjórnvalda í þeim efnum. Trú skiptir marga miklu máli og því í sjálfu sér hið besta mál að til sé félagsskapur sem fjallar um tengsl heilbrigðis og trúar.

En trú er ekki alltaf til góðs eins og við vitum. Þetta staðfestir Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri í Velferðarráðuneytinu, en í grein sem hún ritar í tímaritið segir meðal annars:

„Komið hafa upp atvik þar sem heilbrigðisþjónustan hefur þurft að taka afstöðu til tiltekinna læknismeðferða sem eru af trúarlegu eðli en um leið umdeildar. Má þar nefna umskurð eða tilvik þar sem blóðgjöfum hefur verið hafnað. Þá hafa trúarskoðanir staðið í vegi fyrir bólusetningum barna og þar með í vegi fyrir áformum stjórnvalda um að gæta almannahagsmuna. Sjálfráða einstaklingur getur alltaf hafnað læknisþjónustu en þegar um barn ræðir er fyrst og fremst hugað að velferð barnsins.

Kristilegt félag heilbrigðisstétta fær hrós fyrir að birta gagnrýna umræðu um áhrif trúar á heilbrigðisþjónustu. Það er auðvitað alvarlegt mál þegar heilbrigði barna og almannahag er ógnað vegna trúarskoðana.

Deildu