Stjórnarskráin: Af hverju mega þingmenn ekki kjósa?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

05/03/2013

5. 3. 2013

Þann 20. október 2012 kusu landsmenn um drög að nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta var stórmerkileg atkvæðagreiðsla og niðurstaðan var skýr. Meirihluti samþykkti drögin. Búið er að vinna málið á þingi og eru þingmenn missáttir við niðurstöðuna. Það er eðlilegt. Í fyrsta lagi er örugglega alltaf hægt að vinna málið betur og í öðru lagi […]

AlþingiÞann 20. október 2012 kusu landsmenn um drög að nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta var stórmerkileg atkvæðagreiðsla og niðurstaðan var skýr. Meirihluti samþykkti drögin. Búið er að vinna málið á þingi og eru þingmenn missáttir við niðurstöðuna. Það er eðlilegt. Í fyrsta lagi er örugglega alltaf hægt að vinna málið betur og í öðru lagi hafa ákveðnir þingmenn alltaf verið á móti því að ný stjórnarskrá yrði skrifuð með þessum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað mjög gegn breytingum á stjórnarskrá og undanfarið Framsóknarflokkurinn einnig.

Því tel ég nauðsynlegt að kosið verði um drögin á Alþingi fyrir kosningar. Annars er stórhætta á því málið fuðri upp þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur aftur við völdum (ég segir „þegar“ af því ég er bæði raunsær og svartsýnn).

Það skiptir okkur almenna borgara máli að kosið verði fyrir þinglok um drögin og um þær breytingar sem nú þegar hafa verið gerðar á Alþingi. Ég sem kjósandi mun taka afstöðu til þingmanna og flokka út frá slíkum kosningum. Þá skiptir ekki endilega máli hverjir segja nei og hverjir segja já, heldur fyrst og fremst hvaða rök einstaka þingmenn hafa fyrir atkvæði sínu. Vel getur verið að það sé skynsamlegt að hafna drögunum í bili og vinna málið betur eftir kosningar. Ég vil engu að síður fá umræðuna á þingi núna og fá þar skýr svör frá þingmönnum um hver næstu skref eru.

Að mínu mati er út í hött að hætta við málið með einhverri málamiðlun vegna þess að hugsanlega er ekki þingmeirihluti fyrir þeim drögum sem núna liggja fyrir. Almenningur er búinn að segja sitt álit og það er sjálfsögð krafa að stjórnarskráin verði rædd núna. Stjórnarmeirihlutinn er ekki að tapa neinu þó málið verði fellt. Þeir einu sem tapa eru þeir sem taka afstöðu án þess að rökstyðja hana nægjanlega vel. Ætli það sé ekki það sem einstaka þingmenn óttast? Að þeir geta ekki rökstutt afstöðu sína nægjanlega vel og því er þægilegt fyrir þá að kæfa málið í nafni málamiðlunar?

Deildu