Nýr páfi – sömu fordómarnir

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

13/03/2013

13. 3. 2013

„New pope – same as the old pope“ gæti einhver sagt um tíðindi dagsins. En rétt í þessu var argentínski kardínálinn Jorge Mario Bergoglio kosinn páfi. Trúbræður hans í Róm og reyndar um allan heim fagna. Bergoglio er þó varla boðberi nýrra tíma hjá kaþólsku kirkjunni. Hann er vitaskuld alfarið á móti fóstureyðingum og líknardrápi […]

„New pope – same as the old pope“ gæti einhver sagt um tíðindi dagsins. En rétt í þessu var argentínski kardínálinn Jorge Mario Bergoglio kosinn páfi. Trúbræður hans í Róm og reyndar um allan heim fagna. Bergoglio er þó varla boðberi nýrra tíma hjá kaþólsku kirkjunni. Hann er vitaskuld alfarið á móti fóstureyðingum og líknardrápi og það sem meira er hatast hann út í samkynhneigða, rétt eins og fyrirrennarar hans.*

Bergoglio var þannig alfarið á móti lögunum sem heimiluðu giftingar samkynhneigðra í Argentínu árið 2010. Nýi páfinn sparaði ekki stóru orðin: „Við erum ekki aðeins að fjalla um lagafrumvarp heldur ráðabrugg djöfulsins“ sagði nýkjörinn boðberi Guðs á jörðu. Að sama skapi er nýi páfinn algerlega á móti því að samkynhneigðir fái að ættleiða börn.

Semsagt: New pope – same as the old pope…

*Hatast er kannski of sterkt orð. Rétt eins og margir skoðanabræður hans elskar Bergoglio einstaklinginn en hatar syndina.

Sjá nánar:
Jorge Mario Bergoglio á Wikipedia

Deildu