Afhverju er ég ekki faðir dóttur minnar?

Logo

Matthías Freyr Matthíasson

Matthías Freyr Matthíasson, oftast nær kallaður Matti Matt, er fæddur 1980 og er uppalinn á Akranesi og starfar hjá Reykjavíkurborg. Faðir stúlku sem er 7 ára gömul. Áhugamaður um baráttu gegn einelti, pólitík, trúmál, mannréttindi. Meðlimur í Bjartri framtíð og formaður ÍTH, Íþrótta og tómstundanefndar í Hafnarfirði Netfang: matti@skodun.is

19/03/2013

19. 3. 2013

Í síðustu viku setti ég lítinn pistil hingað inn á Skoðun.is. Þessi pistill vakti meiri athygli heldur en ég átti von á. Ég vissi sem var, að hlutskipti foreldra sem byggju ekki saman væri misskipt. En að það væri meðal annars vegna ,,tæknilegra“ ástæðna sem ég er ekki skráður faðir dóttur minnar í opinberum gögnum […]

tölva

Í síðustu viku setti ég lítinn pistil hingað inn á Skoðun.is. Þessi pistill vakti meiri athygli heldur en ég átti von á. Ég vissi sem var, að hlutskipti foreldra sem byggju ekki saman væri misskipt. En að það væri meðal annars vegna ,,tæknilegra“ ástæðna sem ég er ekki skráður faðir dóttur minnar í opinberum gögnum datt mér ekki í hug.

Computer says no

Í fréttablaðinu í gær er rætt við Guðmund Steingrímsson sem eins og segir í fyrri pistli mínum um þessi málefni, lagði fram þingsályktunartillögu og í raun tvær tillögur er varðar þetta mál. Önnur tillagan fjallar um að innanríkisráðherra skuli stofna starfshóp sem á að semja frumvarp um annað hvort tvöfalt lögheimili eða búa til nýtt lagalegt hugtak um jafna búsetu. Hin tillagan fjallar um breytingar á skráningarkerfi hins opinbera þannig að báðir umgengisforeldrar verði skráðir sem foreldrar

Segir Guðmundur réttilega í þessu viðtali

„Það skekkir mjög alla pólitík gagnvart fjölskyldum og börnum að það eru bara lögheimilisforeldrar sem eru skráðir foreldrar barna en ekki umgengnisforeldrar. Stórir hópar fólks sem hafa börnin sín lungann úr árinu eru bara ekki skráðir foreldrar þeirra og njóta þá ekki stuðnings sem slíkir. Þetta er arfur frá gömlum tíma, gamaldags kynjapólitík.“

En ég hélt eftir að ég byrjaði að kynna mér málin, að ég gæti ekki orðið pirraðri en þegar ég var að vafra á þjóðskrá og komst að því að dóttir mín væri ekki skráð sem hluti af minni fjölskyldu. Því miður var það ekki rétt hjá mér, ég varð enn pirraðari þegar ég sá í fréttablaðinu ástæðuna sem þjóðskrá gefur í umsögn um tillögu Guðmundar um tvöfalt lögheimili.

„Af tæknilegum ástæðum er ekki mögulegt að bæta við skráningarsvæðum í þjóðskrá en slíkt væri nauðsynlegt ef ákveðið yrði að heimila börnum að hafa tvö lögheimili eða ef þess yrði krafist að einhverskonar jafnt búsetuform barna yrði sýnilegt með ákveðnum hætti í þjóðskrá,“

Semsagt eina ástæðan fyrir því að dóttir mín er ekki skráð sem hluti af minni fjölskyldu og ég þar með ekki lengur faðir í opinberum gögnum er sú að computer says no.

Deildu