Mun Framsóknarflokkurinn efna loforð jafnaðarmanna í skuldamálum heimilanna?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

04/05/2013

4. 5. 2013

Loforð um niðurfellingu skulda stjórnuðu kosningabaráttunni. Framsóknarmenn lofuðu mest og uppskáru eftir því. Jafnaðarmenn (og aðrir) bentu á að það væri sjálfsagt að reyna að lækka skuldir þeirra sem a) tóku lán á versta tíma b) eru í lægstu tekjuhópunum og c) eru í greiðsluvanda sem ekki er hægt að leysa með sölu of dýrum/stórum […]

peningar2Loforð um niðurfellingu skulda stjórnuðu kosningabaráttunni. Framsóknarmenn lofuðu mest og uppskáru eftir því.

Jafnaðarmenn (og aðrir) bentu á að það væri sjálfsagt að reyna að lækka skuldir þeirra sem a) tóku lán á versta tíma b) eru í lægstu tekjuhópunum og c) eru í greiðsluvanda sem ekki er hægt að leysa með sölu of dýrum/stórum eignum. Það er að segja ef það er á annað borð skynsamlegt og yfirleitt mögulegt.  Slíkir fyrirvarar þóttu ekki nógu sannfærandi og jafnaðarmenn guldu sögulegt afhroð í kosningum.

Eftir stendur að hið glórulausa loforð Framsóknarflokksins um flata niðurfellingu skulda allra er stórhættulegt og kallar á að gríðarlegt fjármagn færist frá þeim sem lítið og ekkert eiga til þeirra sem eiga. Enginn flokkur með sjálfsvirðingu getur tekið þátt í að efna slíkt loforð.

Hvað gerist þá? Ef Framsóknarflokkurinn vill komast til valda til að fella niður skuldir þarf hann líklegast að semja og fara hóflegri leið. Leið vinstriflokkanna.  Þá er Framsóknarflokkurinn farinn að efna kosningaloforð jafnaðarmanna í skuldamálum heimilanna en ekki sín eigin.

Það væri nú áhugaverð niðurstaða.

Deildu