Ríkisrekstur er ekki það sama og heimilisrekstur

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/07/2013

30. 7. 2013

„Staðreyndin er bara sú að við erum ein stór fjölskylda sem eyðir of miklu. Eins og ríkisreikningurinn sýnir þurfum við að gera betur.“ Þetta segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins Að bera ríkisrekstur saman við heimilisrekstur er vægast sagt vafasamt. Það vitlausasta sem hægt er að gera er að draga verulega úr umsvifum hins opinbera […]

austerity„Staðreyndin er bara sú að við erum ein stór fjölskylda sem eyðir of miklu. Eins og ríkisreikningurinn sýnir þurfum við að gera betur.“ Þetta segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins

Að bera ríkisrekstur saman við heimilisrekstur er vægast sagt vafasamt. Það vitlausasta sem hægt er að gera er að draga verulega úr umsvifum hins opinbera á meðan kaupmáttur almennings er lítill og hætta á auknu atvinnuleysi. Niðurskurður og aðhald í ríkisfjármálum á krepputíma getur hæglega dýpkað kreppuna. Sú er reynsla þjóða víðsvegar um heim.

Í samfélagi þar sem almenningur heldur að sér höndum vegna skulda og lækkandi kaupmáttar er beinlínis hættulegt að ríkið dragi á sama tíma verulega úr umsvifum sínum og fækki opinberu starfsfólki. Þannig stöðvast hjól atvinnulífsins. Þegar almenningur getur ekki keypt vöru og þjónustu og ríkið vill það ekki.

Nú er ég alls ekki á móti því að fólk sé gagnrýnið á opinberan rekstur. Það má auðvitað víðs vegar spara. Ég óttast þó niðurskurð í nafni hugmyndafræði. Ljóst er að samkvæmt frjálshyggjunni er ríkisrekstur vondur, ef ekki ofbeldi, og því eru öll rök nýtt til að skera niður hjá hinu opinbera og fækka störfum. Þar á meðal þau vafasömu rök að ríkið sé eins og „stór fjölskylda sem eyðir of miklu.“

Það er eitt af mikilvægari hlutverkum stjórnvalda að koma í veg fyrir atvinnuleysi, halda uppi kaupmætti og reyna að hindra frekara hrun í efnahagslífinu á krepputímum. Þess vegna þarf hið opinbera stundum að verja meiri fjármunum, ekki minni, í efnahagslægð.

Sjálfsagt er svo að skera niður og draga úr umsvifum hins opinbera þegar næsta „efnahagsundur“ fer af stað.

Deildu