Stríðsátök í nafni íslensku þjóðarinnar

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/08/2013

30. 8. 2013

Bandaríkjamenn og ýmsir aðrir vilja varpa sprengjum á Sýrland og leita nú að viljugum þjóðum til að taka þátt í hernaðarbandalagi. Markmiðið er að vernda almenna borgara í Sýrlandi. Hljómar kunnuglega. Á þessari stundu ætla ég ekki að tjá mig um það hvernig hægt er að hjálpa venjulegu fólki í Sýrlandi. Ég veit of lítið […]

FriðurBandaríkjamenn og ýmsir aðrir vilja varpa sprengjum á Sýrland og leita nú að viljugum þjóðum til að taka þátt í hernaðarbandalagi. Markmiðið er að vernda almenna borgara í Sýrlandi. Hljómar kunnuglega.

Á þessari stundu ætla ég ekki að tjá mig um það hvernig hægt er að hjálpa venjulegu fólki í Sýrlandi. Ég veit of lítið um aðstæður. Ég viðurkenni þó að ég efast verulega um að loftárásir geti hjálpað almenningi.

Það sem skiptir mestu máli er að íslensk stjórnvöld bregði ekki á það ráð að styðja aftur stríðsrekstur í nafni þjóðarinnar án lýðræðislegrar umræðu.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að skýrar takmarkanir eiga að vera á valdi framkvæmdavaldsins til að styðja stríðsátök í nafni íslensku þjóðarinnar. Að taka þátt í stríðsátökum er háalvarlegt mál. Í það minnsta ætti að þurfa samþykki aukins meirihluta þingsins og helst samþykki þjóðarinnar í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fyrir tíu árum ákváðu örfáir valdhafar (= Davíð og Halldór) að gera alla Íslendinga að óbeinum þátttakendum í stríðsátökum í Írak og Afganistan. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga var á móti þeim stríðsátökum og margir mótmæltu.

Það má ekki gerast aftur að örfáir stjórnmálaleiðtogar dragi heila þjóð inn í stríð að henni forspurðri.

Deildu