Lögleiðing vímuefna er mannúðarmál

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

25/09/2013

25. 9. 2013

Misnotkun vímuefna er fyrst og fremst félagslegt vandamál og heilbrigðisvá. Þess vegna finnst mér alltaf óþægilegt þegar hægrimenn eða frjálshyggjumenn fjalla um lögleiðingu slíkra efna. Sama fólk og talar gegn öflugu opinberu heilbrigðiskerfi og félagslegri þjónustu. Sama fólk og kærir sig kollótta um aukna misskiptingu og ójöfnuð. Lögleiðing vímuefna fjallar í mínum huga ekki um […]

Misnotkun vímuefna er fyrst og fremst félagslegt vandamál og heilbrigðisvá. Þess vegna finnst mér alltaf óþægilegt þegar hægrimenn eða frjálshyggjumenn fjalla um lögleiðingu slíkra efna. Sama fólk og talar gegn öflugu opinberu heilbrigðiskerfi og félagslegri þjónustu. Sama fólk og kærir sig kollótta um aukna misskiptingu og ójöfnuð.

Lögleiðing vímuefna fjallar í mínum huga ekki um frelsi einstaklingsins heldur um það hvernig við getum skapað samfélag þar sem flestum líður vel og þar sem þeir sem eiga um sárt að binda fá aðstoð og skilning, ekki refsingu.

Svo ég sé ekki að endurtaka mig um of bendi ég á greinina Fíkniefnastríðið er tapað – skaðaminnkun er málið. Þar fjalla ég meðal annars ítarlega um af hverju:

a) hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum virkar ekki
b) bannstefnan skaðar fyrst og fremst fíklana (sjúklingana) sjálfa
c) ofbeldisfullt glæpahyski græðir á banninu
d) borgaralegum réttindum almennings er ógnað með banninu
e) bannið skekkir sýn okkar á samfélagsvandamál

Ég styð afglæpavæðingu flestra vímuefna vegna þess að ég er viss um að bannstefnan gerir meira ógagn en gagn. Ekki vegna þess að ég vil að sem flestir noti vímuefni og ekki heldur af því að ég tel að notkun vímuefna sé skaðlaus.

Fyrir mér er lögleiðing vímuefna mannúðarmál.

Ítarefni:

Deildu