Barátta Sjálfstæðisflokksins gegn frelsinu

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

18/11/2013

18. 11. 2013

Ávarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á kirkjuþingi á laugardaginn staðfestir að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur frelsisins fyrir fimmaura.  Rétt eins og margir aðrir talsmenn flokksins virðist ráðherrann ekki skilja hugtakið trúfrelsi eða vera beinlínis á móti því. Hanna Birna kvartar yfir því að settar hafi verið reglur sem banna trúariðkun og trúboð í opinberum grunnskólum. […]

Alþingi og dómkirkjaÁvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á kirkjuþingi á laugardaginn staðfestir að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur frelsisins fyrir fimmaura.  Rétt eins og margir aðrir talsmenn flokksins virðist ráðherrann ekki skilja hugtakið trúfrelsi eða vera beinlínis á móti því.

Hanna Birna kvartar yfir því að settar hafi verið reglur sem banna trúariðkun og trúboð í opinberum grunnskólum. Í skólum sem eiga að vera fyrir alla. Ráðherrann veit að hér er skólaskylda og það varðar beinlínis við lög að senda börn ekki í skóla. Af þeirri ástæðu er sérstaklega óviðeigandi að trúboð og bænahald fari fram í opinberum skólum.

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu margir talsmenn Sjálfstæðisflokksins styðja stórtæk ríkisafskipti af trúarlífi almennings. Í heimsku minni og fáfræði hélt ég að sá flokkur sem hefur eignað sér frelsishugtakið myndi styðja grundvallarmannréttindi eins og trúfrelsið.

Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu gott af því að lesa bréfið sem Siðmennt sendi öllum þingmönnum síðastliðinn október. Þar er raunverulega frelsisstefnu að finna. Skýr krafa um trúfrelsi, tjáningarfrelsi og afnám sérréttinda.

Deildu