Lygar stjórnarflokkanna um aðildarviðræður við ESB

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

20/02/2014

20. 2. 2014

Fólk kaus ekki Bjarna Ben og Sigmund Davíð af því þeir voru á móti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fólk kaus þá vegna helstu kosningaloforða þeirra (skattalækkanir, skuldaniðurfelling, afnám verðtryggingar o.s.frv.) og sumir (jafnvel mjög margir) ákváðu að kjósa þessa flokka vegna þess að þeir lofuðu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Það er alveg á hreinu að margir hefðu ekki kosið þessa flokka hefðu flokkarnir lýst því skýrt yfir fyrir kosningar að slíta ætti aðildarviðræðum.Með því að ljúga að þjóðinni græddu þessir flokkar augljóslega mörg atkvæði. Það er í senn óheiðarlegt og ólíðandi.

EvrópusambandiðAugljóst er að fulltrúar núverandi stjórnarflokka lofuðu því reglulega á fundum og í fjölmiðlum að almenningur fengi að kjósa um Evrópusambandsaðild. Þessu lofuðu þeir bæði fyrir og eftir kosningar. Jafn augljóst er að þeir ætla að svíkja þetta loforð.

Því miður er ekki óalgengt að stjórnmálamenn svíki loforð. Það sem fer þó mest í taugarnar á mér er hvernig þessi svik eru réttlætt. Með lygum og rökleysum.

EFTIR KOSNINGAR
Svikin eru réttlætt með eftirfarandi „rökum“:

a) Stjórnmálaflokkarnir sem eru við völd núna, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, eru á móti því að ganga í ESB.

b) Kjósendur vissu hvaða afstöðu þessir flokkar höfðu til Evrópusambandsins fyrir kosningar.

= Þar af leiðir að kjósendur máttu vita að aðildarviðræður við ESB yrðu ekki kláraðar kæmust þessir flokkar til valda.

Rök sem þessi hafa heyrst margoft. Nýlegt dæmi frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins:

„Ég ætla ekki þreyta fólk á því að rifja upp úrslit síðustu kosninga. En það er alveg skýrt að þeir flokkar sem eru andvígir aðild eru með yfirburðastuðning hér á þinginu. Þá er ég ekki bara að vísa í stjórnarflokkana tvo“

Eru þetta ekki bara skotheld rök hjá Bjarna Ben og öllum hinum? Nei svo sannarlega ekki.

FYRIR KOSNINGAR
Fyrir kosningar var orðræðan svona:

a) Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa það ekki á stefnuskrá sinni að ganga í Evrópusambandið. Skiptar skoðanir eru innan flokka um aðildarviðræður.

b) Talsmenn beggja flokka töluðu þó um það fyrir kosningar að almenningur fengi að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB á „fyrri hluta kjörtímabilsins“.

= Þar af leiðir að þeir sem töldu sig mest sammála helstu stefnumálum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins (Skuldaleiðrétting, skattalækkanir, afnám verðtryggingar) og vildu fá að kjósa um ESB aðild kusu þessa flokka.

Niðurstaða: Stjórnmálaflokkar græddu á lygum um aðildarviðræður
Líklegt er að margir sem kusu xB og xD í síðustu kosningum hefðu ekki gert það ef talsmenn þessara flokka hefðu sagt þeim sannleikann. Það er að ekki yrði boðað til kosninga um aðildarviðræður eða inngöngu í ESB.

Fólk kaus ekki Bjarna Ben og Sigmund Davíð af því þeir voru á móti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fólk kaus þá vegna helstu kosningaloforða þeirra (skattalækkanir, skuldaniðurfelling, afnám verðtryggingar o.s.frv.) og sumir (jafnvel mjög margir) ákváðu að kjósa þessa flokka vegna þess að þeir lofuðu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Það er alveg á hreinu að margir hefðu ekki kosið þessa flokka hefðu flokkarnir lýst því skýrt yfir fyrir kosningar að slíta ætti aðildarviðræðum.

Með því að ljúga að þjóðinni græddu þessir flokkar augljóslega mörg atkvæði. Það er í senn óheiðarlegt og ólíðandi.

Skrifið undir hér er ef þið viljið EKKI að stjórnvöld slíti aðildarviðræðum að ESB:

Aðrar greinar um ESB:

Deildu