Hefur ein og hálf milljón áhrif á eftirspurn?

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

27/03/2014

27. 3. 2014

Nú getur almenningur fengið 500 þúsund króna afsláttarmiða frá sjálfum sér á ári, í þrjú ár, til að kaupa húsnæði. Hefur sá afsláttur ekki áhrif á eftirspurn? Sérstaklega ef mjög margir ætla að nýta sér sína eigin gjafmildi á stuttum tíma? Ef sú er raunin hefur þessi aukna eftirspurn þá ekki áhrif á húsnæðisverð? Kann […]

Nú getur almenningur fengið 500 þúsund króna afsláttarmiða frá sjálfum sér á ári, í þrjú ár, til að kaupa húsnæði. Hefur sá afsláttur ekki áhrif á eftirspurn? Sérstaklega ef mjög margir ætla að nýta sér sína eigin gjafmildi á stuttum tíma? Ef sú er raunin hefur þessi aukna eftirspurn þá ekki áhrif á húsnæðisverð? Kann svo að fara, vegna hins algilda lögmáls framboðs og eftirspurnar, að gjöfin sem ríkisstjórnin ætlar að leyfa borgurum að gefa sjálfum sér verði að engu sökum verðhækkana?

Deildu

Facebook athugasemdir