Hið stóra efnahagslega plan: Hugsum jákvætt

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

04/04/2014

4. 4. 2014

Samkvæmt forsætisráðherra felst „hið stóra efnahagslega plan“ í því að „trúa á Ísland“ og ekki síður í því að „trúa á okkur sjálf og þau tækifæri sem okkur bjóðast“. Líklegast hefur Sigmundur Davíð lesið ritrýnda vísindaritið „The Secret“ (Leyndarmálið) sem gengur út á einmitt þetta. Ef við viljum ná frama, verða ríka og hamingjusöm þurfum […]

Tvöfaldur regnbogiSamkvæmt forsætisráðherra felst hið stóra efnahagslega plan í því að „trúa á Ísland“ og ekki síður í því að „trúa á okkur sjálf og þau tækifæri sem okkur bjóðast“. Líklegast hefur Sigmundur Davíð lesið ritrýnda vísindaritið „The Secret“ (Leyndarmálið) sem gengur út á einmitt þetta. Ef við viljum ná frama, verða ríka og hamingjusöm þurfum við bara að „trúa“ og „hugsa jákvætt“.

Við eigum að hætta að „tala Ísland niður“ (=les, gagnrýna stjórnvöld) en syngja frekar ættjarðarlög og trúa því að við Íslendingar séum frábærir, einfaldlega af því við erum Íslendingar. Þetta er „hið stóra efnahagslega plan“.

Þetta er einmitt það sem Sigmundur Davíð gerði þegar hann var í stjórnarandstöðu. Hann hvatti alla til jákvæðni og gagnrýndi engan.

Verum sólarmegin í lífinu, eins og forsætisráðherra, og hugsum eitthvað fallegt. Byrjum daginn á því að velta því fyrir okkur hvað ríkisstjórnin er stórkostleg og hvað það leynast mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga í vandamálum annarra. Munum að eins manns dauði er annars manns brauð.

Don‘t worry – be happy.

Friður og regnbogi.

Deildu