Íslensk yfirvöld brutu líka á íslenskum aðgerðarsinnum sem tóku þátt í friðsamlegum mótmælum með Falun Gong

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

24/04/2018

24. 4. 2018

Þetta voru svartir dagar í sögu Íslands þegar lýðveldið okkar breyttist í alræðisríki.Ljóst er að lögreglan og yfirvöld brutu lög í þessum aðgerðum. Markmið þeirra var ekki að vernda leiðtoga Alþýðuveldisins Kína gegn einhverju ofbeldi. Eina markmiðið var að koma í veg fyrir að hann tæki eftir mótmælendum. Aðalhlutverk lögreglunnar var að skyggja á mótmælendur auk þess sem stjórnvöld hnepptu fjölmarga Falun Gong liða í stofufangelsi í Reykjanesbæ. 

Í fréttum RÚV segir: „[d]anska lögreglan hefur ákveðið að greiða átta manns skaðabætur fyrir að hafa hindrað þau í að mótmæla með sýnilegum hætti þegar forseti Kína heimsótti Danmörku fyrir sex árum.“

Sambærileg atvik áttu sér stað í friðsamlegum mótmælum á Íslandi fyrir nokkrum árum sem ég tók þátt í. Eiga íslenskir aðgerðarsinnar einnig rétt á bótum?

Fjallaði ég um þau mótmæli meðal annars í greininni:

Þegar Ísland breyttist í alræðisríki: Li Peng, Jiang Zemin og Falun Gong

Ljóst var frá upphafi að Zemin mátti alls ekki sjá þetta spjald. Þegar lögreglan gat ekki myndað nægjanlega góða skjaldborg í kringum okkur var fyrst lagður jeppi fyrir framan okkur til að við sæjumst ekki. Þegar það gekk ekki upp var fengin heil rúta.  Að lokum elti lögreglumaður (geri ég ráð fyrir) mig á bíl á meðan ég gekk fram og til baka með skiltið mitt fram hjá öllum fyrirstöðunum. Það endaði nánast með ósköpum þegar maðurinn keyrði á annan mótmælanda (engin slasaðist sem betur fer).

Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Engin læti. Það var einfaldlega ljóst að leiðtogi Alþýðuveldisins mátti alls ekki sjá að neinn var að mótmæla. Tjáningarfrelsið á Íslandi var fótum troðið þessa daga.

Ljóst er að lögreglan og yfirvöld brutu lög í þessum aðgerðum. Markmið þeirra var ekki að vernda leiðtoga Alþýðuveldisins Kína gegn einhverju ofbeldi. Eina markmiðið var að koma í veg fyrir að hann tæki eftir mótmælendum. Aðalhlutverk lögreglunnar var að skyggja á mótmælendur auk þess sem stjórnvöld hnepptu fjölmarga Falun Gong liða í stofufangelsi í Reykjanesbæ. Þetta var árás á tjáningarfrelsið.

Þetta voru svartir dagar í sögu Íslands þegar lýðveldið okkar breyttist í alræðisríki.

Nánar um Falun Gong mótmælin og Jiang Zemins  (skodun.is):
Yfirlýsing vegna aðgerða lögreglu við Perluna þann 14. júlí 2002
Sögulegur dagur í máli og myndum
Voru aðgerðir lögreglu löglegar? 

Myndir sem ég tók af mótmælunum

Þegar Li Peng kom í heimsókn (skodun.is):
Lærdómsríkt ferðalag

Deildu