Borg og bær

Tryggjum öllum öruggt húsnæði og sparnað í leiðinni

Tryggjum öllum öruggt húsnæði og sparnað í leiðinni

Íbúðir skulu leigðar ódýrt, langt undir fáránlega háu markaðsverði, til allra sem upplifa ákveðin skilyrði. Til þeirra sem hafa takmarkaða greiðslugetu, til þeirra sem standast ekki greiðslumat, ungs fólks, nema, öryrkja og annarra sem eiga mjög erfitt með að spara fyrir útborgun í íbúð. Hluti leigunnar er skyldusparnaður sem fólk getur tekið út að leigutíma loknum og nýtt sem útborgun í eigin húsnæði. Þannig gæti fólk verið í öruggu leiguhúsnæði í nokkur ár og sparað um leið.

Valið er skýrt – Borgarstjórnarkosningar 2018

Valið er skýrt – Borgarstjórnarkosningar 2018

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað í raun efla félagslega þjónustu enda hefur valdafólk þar óbeit á samneyslu. Það vill fyrst og fremst lækka skatta og að hver sjái um sig. Í kosningabaráttu þykjast þeir vera sósíalistar. Þeir segjast ætla að bæta hitt og þetta með sósíalískum aðferðum (með því að nota skattfé) en í reykfylltum bakherbergum ræða þeir lágmarksríkið, fullyrða að skattlagning sé ofbeldi, dásama brauðmolakenninguna og tilbiðja Ayn Rand.

Nokkrar spurningar til forsætisráðherra

Nokkrar spurningar til forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti áðan „hugrenningar“ sínar um moskumálið svokallaða á Fésbókarsíðu sinni. Þessi meistari rökhyggjunnar skrifar tveggja blaðsíðna pistil þar sem hann velur að svara ekki...

Lausnin er veraldlegt samfélag

Lausnin er veraldlegt samfélag

Hefur þú áhyggjur af ofstækisfullum trúarhópum? Ertu á móti því að borgin gefi múslímum lóð undir mosku? Telur þú tjáningarfrelsið mikilvægt? Viltu tryggja jafnrétti og mannréttindi allra? Fara fordómar í taugarnar á þér? Viltu berjast gegn kúgun kvenna og...

Um lýðræðishlutverk fjölmiðla

Um lýðræðishlutverk fjölmiðla

Fyrir þessar kosningar hef ég tekið eftir því að fjölmiðlar taka lýðræðishlutverk sitt misalvarlega. Sem dæmi hefur Fréttablaðið ítrekað „sleppt“ því að ræða við fulltrúa Dögunar í umfjöllun sinni um komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég veit reyndar fyrir...

GNARR – skemmtileg mynd, ómetanleg heimild

GNARR – skemmtileg mynd, ómetanleg heimild

Ég fór á sérstaka forsýningu myndarinnar GNARR í gær og hló úr mér lungun. GNARR er ómetanleg heimild um Besta Flokks byltinguna. Framleiðendur myndarinnar fegnu leyfi til að fylgja Jóni Gnarr eftir frá því hann bauð sig fram og alveg þar til að hann var orðinn...