Mannréttindi

Íslensk yfirvöld brutu líka á íslenskum aðgerðarsinnum sem tóku þátt í friðsamlegum mótmælum með Falun Gong

Íslensk yfirvöld brutu líka á íslenskum aðgerðarsinnum sem tóku þátt í friðsamlegum mótmælum með Falun Gong

Þetta voru svartir dagar í sögu Íslands þegar lýðveldið okkar breyttist í alræðisríki.

Ljóst er að lögreglan og yfirvöld brutu lög í þessum aðgerðum. Markmið þeirra var ekki að vernda leiðtoga Alþýðuveldisins Kína gegn einhverju ofbeldi. Eina markmiðið var að koma í veg fyrir að hann tæki eftir mótmælendum. Aðalhlutverk lögreglunnar var að skyggja á mótmælendur auk þess sem stjórnvöld hnepptu fjölmarga Falun Gong liða í stofufangelsi í Reykjanesbæ. 

Mannréttindafulltrúi andskotans*

Mannréttindafulltrúi andskotans*

Í öllum tilfellum réttlætir Gústaf afstöðu sína með því að Ísland sé „kristin þjóð“ og sé síðasta „kristna vígið“ í Evrópu. Hann virðist á móti öllum lagabreytingum sem stangast á við „Heilaga ritningu“, en slík lög eru víst „fráhvarf frá skíru og kláru boði Heilagrar ritningar og í andstöðu við siðfræði kristinnar kirkju í heild sinni.“ Svo óttast þessi sami maður að tekin verði um sharia lög á Íslandi. Kannski ekki skrítið því ef hann fengi að ráða væru lög á Íslandi líklegast alfarið byggð á „Heilagri ritningu“.