Stjórnmál

Tryggjum öllum öruggt húsnæði og sparnað í leiðinni

Tryggjum öllum öruggt húsnæði og sparnað í leiðinni

Íbúðir skulu leigðar ódýrt, langt undir fáránlega háu markaðsverði, til allra sem upplifa ákveðin skilyrði. Til þeirra sem hafa takmarkaða greiðslugetu, til þeirra sem standast ekki greiðslumat, ungs fólks, nema, öryrkja og annarra sem eiga mjög erfitt með að spara fyrir útborgun í íbúð. Hluti leigunnar er skyldusparnaður sem fólk getur tekið út að leigutíma loknum og nýtt sem útborgun í eigin húsnæði. Þannig gæti fólk verið í öruggu leiguhúsnæði í nokkur ár og sparað um leið.

Valið er skýrt – Borgarstjórnarkosningar 2018

Valið er skýrt – Borgarstjórnarkosningar 2018

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað í raun efla félagslega þjónustu enda hefur valdafólk þar óbeit á samneyslu. Það vill fyrst og fremst lækka skatta og að hver sjái um sig. Í kosningabaráttu þykjast þeir vera sósíalistar. Þeir segjast ætla að bæta hitt og þetta með sósíalískum aðferðum (með því að nota skattfé) en í reykfylltum bakherbergum ræða þeir lágmarksríkið, fullyrða að skattlagning sé ofbeldi, dásama brauðmolakenninguna og tilbiðja Ayn Rand.

Vörumst eftirlíkingar

Vörumst eftirlíkingar

Í aðdraganda kosninga tala fulltrúar (nánast) allra stjórnmálaflokka eins og jafnaðarmenn. Kjósendur verða þá að vera meðvitaðir um að ekki eru allir flokkar jafnaðarmannaflokkar. Sumir berjast beinlínis fyrir sérhagsmunum en það er ekki gæfulegt að auglýsa það í...

Faðir í fæðingarorlofi

Faðir í fæðingarorlofi

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera heima með barninu mínu samfleytt í fjóra mánuði. Einn mánuð í sumarfríi og svo þrjá í fæðingarorlofi. Þetta er lífsreynsla sem ég hefði alls ekki viljað missa af og  er ég sannfærður um að við feðgarnir höfum grætt mikið á...

Framboðsyfirlýsing

Framboðsyfirlýsing

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 2. – 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er iðjuþjálfi að mennt en starfa sem forstöðumaður hjá Barnavernd Reykjavíkur.  Ég bý í Grafarvoginum og á tvö börn, tvo ketti og er lofaður yndislegri konu. Ég er mikill...

Hverju er verið að mótmæla?

Hverju er verið að mótmæla?

Nú þegar forsætisráðherra hefur „stigið til hliðar“ spyrja margir hverju sé eiginlega verið að mótmæla? Það er verið að mótmæla þeirri augljósu veruleikafirringu og siðrofi að nokkrum manni þyki eðlilegt að forsætisráðherra, sem hefur verið hrakinn úr embætti fyrir...

Fullkomið siðrof

Fullkomið siðrof

„Þetta var rosalega skemmtilegur dagur og flott flétta“ sagði Gunnlaugur Sigmundsson, faðir ennverandi forsætisráðherra, um klækjabrögð sonar síns í gær. Fleirum er skemmt því Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðerra, sagði að nú væru skemmtilegir tímar í pólitík á...