Sigurður Hólm Gunnarsson í 2. til 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Skoðun-Logo

shg-fbcover

Framboðsyfirlýsing

Ég heiti Sigurður Hólm Gunnarsson og er fæddur 1976. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 2. – 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er iðjuþjálfi að mennt en starfa sem forstöðumaður hjá Barnavernd Reykjavíkur.  Ég bý í Grafarvoginum og á tvö börn, tvo ketti og er lofaður yndislegri konu. Ég er mikill áhugamaður um samfélagsmál, heimspeki, vísindi, góðar bækur, tónlist, kvikmyndir og ekki síst vísindaskáldskap.

Hvers vegna býð ég mig fram?

shg-vefurÉg býð mig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar því ég vil stuðla að því að jafnaðarmannaflokkur Íslands tali af festu og heilum hug fyrir jafnaðarstefnunni. Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag tökum ákvörðun um hvort við ætlum að skapa samfélag fyrir alla eða fyrir fáa útvalda.

Talsmenn jafnaðarmanna þurfa að veita kjósendum innblástur. Sýna fram á hvers vegna jafnaðarstefnan skiptir almenning máli. Jafnaðarmenn verða að tala skýrt um jöfnuð og berjast af fullum krafti gegn ójöfnuði bæði hér á landi sem og í heiminum öllum.

Hugmyndafræðin er ekki dauð og því leiðist mér allt tal um að hugtökin vinstri og hægri séu úrelt. Jafnaðarmannaflokkur Íslands er, eða á að vera, frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem skilgreinir sig til vinstri og leitast við að vinna með öðrum umbótaröflum. Vaxandi misskipting er siðferðilega röng. Hún leiðir til sóunar, umhverfisspjallla, átaka og eymdar.

Ég vil stuðla að því að Samfylkingin berjist af fullum krafti gegn uppgangi fordóma og hatursorðræðu.

Ég tel að jafnaðarmenn eigi fyrst og fremst að berjast fyrir hagsmunum venjulegs fólks og ekki síst þeirra sem eiga undir högg að sækja.

Eins og þorri jafnaðarmanna styð ég heilshugar nýja stjórnarskrá og að kosið verði um aðild að Evrópusambandinu eftir vandlega umfjöllun um kosti þess og galla. Þetta eru þó tæknileg mál sem mega ekki yfirskyggja meginstef jafnaðarmennskunnar:

Allir eiga að búa við jöfn tækifæri, hafa aðgang að gjaldfrjálsri menntun, heilbrigðisþjónustu og öryggisneti. Jafnaðarstefnan á að ganga út á að verja almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni.

Viðtal um jafnaðarstefnuna 9. september 2016:

Viðtal við Sigurð Hólm um jafnaðarstefnuna 2016:


Hvernig á að kjósa?
Kosning hefst fimmtudaginn 8. september klukkan 9.00 og lýkur laugardaginn 10. september kl 17.00.
Kosið er rafrænt á heimasíðu Samfylkingarinnar www.xs.is.

Þar verður hnappur sem kjósendur smella á til að komast á auðkennissíðu þar sem kjósendur auðkenna sig með Íslykli. Hægt er að fá Íslykil á www.island.is/islykill og berst hann þá í heimabanka. Nú eru yfir 200.000 manns komnir með Íslykil svo þið sem ekki eruð komin með hann, nú er tíminn!

Kjósendur skulu raða 8 frambjóðendum í þeirri röð sem þeir kjósa.

Boðið verður upp á skriflega kosningu á skrifstofu Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1 á fimmtudag og föstudag frá klukkan 13.00-19.00 og frá klukkan 10.00-17.00 á laugardag.

Allir sem hafa skráð sig í flokkinn eða skráð sig sem stuðningsmann (þurfið ekki að skrá ykkur í flokkinn) fyrir kl. 19.00 laugardaginn 3. september geta tekið þátt í prófkjörinu.

Nánar:

 

Þátttaka í pólitík

Ég hef ekki tekið beinan þátt í flokkspólitísku starfi frá því ég var í ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar. Mín fyrstu pólitísku skref tók ég með þátttöku í starfi Sambands ungra jafnaðarmanna (ungliðahreyfingar Alþýðuflokksins) og sem síðasti formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík (ungliðahreyfingar Alþýðuflokksins í Reykjavík) frá 1999. Þá tók ég virkan þátt í að stofna Samfylkinguna árið 2000 og sat um tíma í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna.

Störf

Ég hef starfað sem forstöðumaður á skammtímaheimili fyrir unglinga hjá Barnavernd Reykjavíkur frá árinu 2010.

Áður starfaði ég í málefnum geðfatlaðra, fyrst sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Landspítalanum, síðar sem starfsmaður í búsetukjörnum á Akureyri og svo sem deildarstjóri og forstöðumaður í búsetukjörnum og áfangaheimilum fyrir geðfatlaða í Reykjavík.

Ég starfaði um tíma hjá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi. Starfið fólst meðal annars í að vera andlit félagsins út á við, halda utan um almenna starfsemi, sækja um styrki og viðhalda vefsíðu.

Þá var ég tímabundið framkvæmdastjóri Félags um móðurmálskennslu tvítyngdra barna sem þá hafði aðsetur í Alþjóðahúsinu.
brudkaup-ingu-og-helga-vefur

Að lokum má nefna að ég er athafnarstjóri hjá Siðmennt, en hingað til hef ég sérhæft mig í að gefa saman jafnaðarmenn og pírata. 🙂

Sjá nánar: Ferilskrá

 

Félagsstörf, baráttan gegn einelti og fjölmiðlun

Ég hef tekið virkan þátt og setið í stjórn Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi með hléum síðan 1996. Ég er siðrænn húmanisti og aðhyllist engin trúarbrögð. Ég berst fyrir trúfrelsi, veraldlegu samfélagi og þar með aðskilnaði ríkis og kirkju. Sat einnig um tíma í stjórn Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK).

Skoðun logo blue textÁrið 1999 stofnaði ég vefritið Skoðun sem var eitt af fyrstu vefritum um um pólitík og samfélagsmál á Íslandi. Þar hef ég skrifað greinar um samfélagsmál, heimspeki, trúmál, vísindi og fleira nánast sleitulaust í 17 ár.

Árið 2002 tók ég þátt í að framleiða heimildarþátt um einelti, Einelti – helvíti á jörð. Þátturinn var sýndur fyrst á RÚV í mars 2003 og síðar gefinn út af Námsgagnastofnun. Í þættinum tók ég viðtöl við þolendur eineltis og fagfólk, auk þess sem ég sagði frá eigin reynslu af einelti.

2004 tók ég virkan þátt í mótmælum, ásamt Þjóðarhreyfingunni, gegn stuðningi Íslands við innrásinni í Írak.

Sama ár var ég með útvarpsþáttinn Nei ráðherra þar sem fjallað var um þjóðfélagsmál út frá hugsjónum og ekki síður hugmyndafræði.

Ég tók þátt í að stofna Aðstandendafélag aldraðra árið 2006 í kjölfar baráttu fjölskyldu minnar við „kerfið“ þegar amma mín og afi voru aðskilin vegna veikinda.

Árið 2010 bauð ég mig fram til setu á stjórnlagaþingi og styð ég heils hugar nýju stjórnarskránna sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Málefni sem ég hef látið mig varða

Í gegnum tíðina hef ég látið ýmis mál mig varða. Hér má finna tengla á greinar, hljóðupptökur og myndbönd. Flestar greinarnar er að finna á vefritinu Skoðun.

Einelti

Einelti – Helvíti á jörð (heimildarþáttur frá 2002)

Umræðuþáttur um einelti frá 2014

https://vimeo.com/92968757

 

Umfjöllun um einelti á Skoðun

 

Fordómar

Það er mikilvægt að takast á við fordóma. Á undanförnum árum hef ég fjallað töluvert um réttindi hinsegin fólks, fordóma gagnvart innflytjendum, íslamafóbíu og ýmislegt annað.

Hatur byggist fyrst og fremst á ótta. Ef alið er á óraunhæfum ótta gagnvart fólki eða hópum er stutt í fordóma og hatur. Þegar hatrið hefur náð að festa rætur fylgir ofbeldi nánast undantekningarlaust í kjölfarið.

Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og aðrir einstaklingar sem ala á óraunhæfum ótta gagnvart öðru fólki eru hættulegir. Það er siðferðileg skylda okkar allra að tala skýrt og gegn fordómum og hræðsluáróðri.

Umfjöllun um fordóma á Skoðun

Áhugavert efni

  • Þurfum við að óttast íslam? (Erindi flutt á málþingi Siðmenntar 2014)

 

Viðtal við Sigurð Hólm í kjölfar málþingsins um Íslam:

Umfjöllun um réttindi hinsegin fólks á Skoðun

Áhugavert efni

Málefni barna og menntun

Málefni barna eru mér hugleikin. Það segir mikið um samfélagið okkar hvernig búið er að börnum. Börn eru ekki með kosningarétt og börn í vanda eiga ekki alltaf öfluga málsvara. Því er mikilvægt að málum þeirra sé sinnt á þingi og af hinu opinbera.

Umfjöllun um menntun á Skoðun

Áhugavert efni

Viðtal við Sigurð Hólm um heimalærdóm:

Umfjöllun um málefni barna á Skoðun

Áhugavert efni

Hugmyndafræði, heilbrigðismál og hamingjustjórnmál

Hugmyndafræði skiptir máli. Ætlum við að búa í samfélagi sem er fyrir alla eða fáa útvalda? Það er spurning um val. Ísland er moldríkt land og við Íslendingar höfum vel efni á því að reka öflugt velferðarsamfélag þar sem allir eiga möguleika.

Umfjöllun um hugmyndafræði á Skoðun

Áhugavert efni
Viðtal við Sigurð Hólm um jafnaðarstefnuna 2016:

Viðtal við Sigurð Hólm um brauðmolakenninguna:

Viðtal við Sigurð Hólm um frjálslynda jafnaðarstefnu:

Umfjöllun um heilbrigðismál á Skoðun

Áhugavert efni

Stríð og friður – Evrópusambandið

Ísland á að tala fyrir friði í heiminum og gegn öllu styrjaldarbrölti. Það á fyrir löngu að vera búið að fjalla af yfirvegun um kosti og galla Evrópusambandsins og leyfa fólki að kjósa um aðildarumsókn.

Umfjöllun um stríð og frið á Skoðun

Áhugavert efni

Umfjöllun um Evrópusambandið á Skoðun

Áhugavert efni

Stjórnarskráin og tjáningarfrelsið

Ég vil að ný stjórnarskrá sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 taki gildi. Standa þarf vörð um tjáningarfrelsið um leið og við munum að gagnrýni er ekki árás á tjáningarfrelsið heldur ein helsta birtingarmynd þess.

Umfjöllun um stjórnarskrána á Skoðun

Áhugavert efni

Umfjöllun um tjáningarfrelsið á Skoðun

Áhugavert efni

Heimspeki, siðfræði, trúfrelsi og gagnrýnin hugsun

Ég vil að fjallað sé af yfirvegun um flókin siðfræðileg álitamál. Heimspeki og gagnrýna hugsun þarf að kenna í skólum og innleiða á Alþingi Íslendinga. Ég styð fullt trúfrelsi og þar með aðskilnað ríkis og kirkju.

Umfjöllun um heimspeki á Skoðun

Áhugavert efni

  • Málþing um líknardauða (Erindi flutt á málþingi Siðmenntar 2015)

Umfjöllun um trúfrelsi á Skoðun

Áhugavert efni

 

Vertu með!

Ef þú hefur áhuga á að styrkja framboð mitt eða aðstoða með einhverjum hætti þætti mér vænt um að þú sendir mér línu á siggi@skodun.is.

Styrkir
Ég tek ekki á móti framlögum frá fyrirtækjum eða hagsmunaaðilum. Kostnaði við framboðið verður haldið í algjöru lágmarki enda hef ég ekki efni á öðru. Það kostar þó 50 þúsund krónur að taka þátt í prófkjörinu og búast má við einhverjum síma- og ferðakostnaði.

Einstaklingar sem vilja styrkja framboðið geta lagt inn á eftirfarandi reikning:

0114-15-382503
kt. 0304765819

Taktu þátt
Allir sem hafa skráð sig í flokkinn eða skráð sig sem stuðningsmann (þurfið ekki að skrá ykkur í flokkinn) fyrir kl. 19.00 laugardaginn 3. september geta tekið þátt í prófkjörinu.

Sigurður Hólm Gunnarsson

Deildu

Facebook athugasemdir